rugl..

Ég fór á tónleika Kaupþings á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið var og hafði af því ágæta skemmtun og fannst vel af þeim staðið, þó Stuðmönnum tækist að vísu næstum að eyðileggja kvöldið, en það er önnur saga.  Hinsvegar fannst mér næstum vandræðalegt að þurfa að hlusta á tölur um fjölda gesta í tíma og ótíma, sérstaklega að þær voru algjörlega út úr kú.  Þarna var fullyrt að gestir væru orðnir yfir 40 þúsund - þvílíkt rugl.  Ég hef verið á Parken þegar hann er fylltur og tekur hann þá 46 þúsund manns.  Hvernig skildi þá vera umhorfs á Parken?  2 stúkur á langhliðum og á tveimur hæðum og síðan stúka við endann líka á tveimur hæðum og loks gólfið á vellinum - allt fullt.  Þessi þjóðarleikvangur dana inniheldur þá 46 þúsund.  Laugardalsvöllurinn hafði eina langhlið fulla á einni hæð og síðan helming af gólffleti vallarins og þar komum við Íslendingar allt í einu yfir 40 þúsund manns.  Ef ég man rétt er ég ekki alin upp í Puttalandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband