enn hlaupandi..

Ég veit, þetta er engin frammistaða í blogginu... maður er bara ekki að nenna þessu.. þó ágætt sé stundum.

Jæja en ýmislegt hefur á daga mína drifið frá síðustu færslu.  Ég fór ekki Jökulsárhlaup, en þess í stað „Hlaupið í skarðið" á Siglufirði um verslunarmannahelgina.  Það var talsverð raun, því veður minnti um margt á Laugavegshlaupið í fyrra, sem sagt rok og rigning og hiti 4 gráður.  Hlaupaleiðin er auðvitað urð og grjót upp í mót eina 6 km og svo beint niður hinummeginn í 4 km.  Hækkun er einhverjir 400 metrar  svo þetta var helv.. puð fyrir þreytta fætur.  Ég man ekki einu sinni tíma minn og ekki finn ég hann á vefnum, svo hans verður í engu getið hér.  Ég fékk þennan fína pening (eins og allir fá) að hlaupi loknu, en ekkert er skráð á hann... ég tússa bara eitthvað fallegt á bakhliðina.  Ég lofaði að mæta að ári ef Sigurður stormur mundi spá sólskini á Siglufirði, því ekkert sá ég á leiðinni nema þoku, vætu og hamra við hliðina á mér, þannig að ég ekkert veit hvernig umhorfs er þarna á þessari fornu Siglufjarðarleið.. annað en hún er brött.

Eftir verslunarmannahelgina náði ég síðan í tognun í kálfa, sem stoppaði mig talsvert í síðustu viku, en fór þó 25 km á laugardaginn, þannig að ég er að koma til.  Ætla að hlaupa 60 km í þessari viku fyrir Reykjavíkurmaraþon, því ég tími einfaldlega ekki að fórna þessari viku í sluggs til að vera einhverjum mínútum betri í RM þar sem ég ætla að hlaupa hálft.  Frekar að ég hvíli kannski pínu fyrir Brúarhlaupið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband