búðir..

Það var þetta með æfingabúðirnar... ég meinti eiginlega búðirnar.. búinn að kíkja í Strax, Úrval, Sportvörubúð og nokkrar bensínstöðvar.  Fínar búðir allt saman.  Hlaupalega séð gengur þetta samt bara fínt, tók 18 km í fyrradag og 12 og hálfan í gær með inniföldu meðalfjalli, verð bara halda þessum dampi á næstu dögum. 

Mývatnssveitin klikkar ekki frekar en fyrri daginn og ekki sést ennþá ský þessa 3 daga sem ég hef dvalið hér, síðan horfir maður til norðurs í átt til sjávar og sér hvernig þokan stríðir lágbyggðunum.    Veðurspáin er að vísu ekkert spes með norðan átt næstu dægrin, en sjáum til hvernig sveitin höndlar hana.

Varðandi veðurspána má að vísu segja að hún sé næsta fullkomin hvað varðar Laugavegshlaupið um helgina og synd og skömm að verða fjarri góðu gamni þar.  Það gerist ekki á næsta ári.  Einn öl kassi farinn þar í hundskjaft, að vísu verðugan kjaft, svo eftir honum verður ekki séð.  Ég óska Laugavegshlaupurum góðs gengis og segi bara sjáumst að ári.

Hlaupið gegnum vökvarann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhenda kassann við markið í Húsadal, takk!   :)

Annars er ég ánægður með að þú sért að berjast í þessu og vonandi verður þú farinn að rúlla vel þegar líður á haustið.  Þarf að tækla þig í 10 við tækifæri.

Börkur (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband