Færsluflokkur: Bloggar
15.12.2006 | 09:18
Verður einfaldlega að lesast...
Atið í Kastljósinu í fyrrakvöld er með skelfilegri upplifunum ársins. Björn Ingi mætti þar Degi Eggertssyni og felldi grímuna svo um munaði. Um þetta hefur Gummi Steingríms bloggað af stakri snilld http://gummisteingrims.blog.is/blog/gummisteingrims/entry/90504/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2006 | 10:48
jafnir fyrir lögum..
Of seinn.. djöfull er það leiðinlegt þegar það gerist, en það henti mig á æfingunni í gær og því hljóp ég einn með sjálfum mér og var það vægast sagt vafasamur félagsskapur. Ástand stíganna var miklu betra í gær en á mánudaginn og jafnvel sandur hér og þar. Hlaupið gerði um 9 km.
Jæja þá er búið að taka ákvörðun, Kasper, Jesper og Jónatan verða ákærðir. Lögmaður eins þeirra sagði í gærkvöldi að það væri bara verið að hlaupa eftir dómstóli götunnar að vísu lægi fyrir sú hryggilega staðreynd að mannrán hafi verið ástundað, en það hefðu þeir líka þurft búa við undanfarin ár... svo um munaði. Ok þeir eru sem sagt fullir iðrunar sem er gott í sjálfu sér, en á þá samfélagið að láta þá iðrun duga? Jesú hefði svo sem verið til í það syndg ei meir.. og allt það, en þar sem ekkert hefur náðst í hann síðustu 2000 árin verða Kasper, Jesper og Jónatan bara að lúta lögum eins og aðrir þegnar þessa lands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 14:59
Hálka..
Fór góðan hlaupatúr á laugardaginn með Larsenfélögum sem gerði um 19 km. Veður frábært og færi gott. Það sama verður ekki sagt um færið í gær.. sennilega það versta sem maður hefur upplifað þessi tæpu 3 ár sem maður hefur fengist við hlaup. Það var einfaldlega ís yfir öllu og því afar varhugavert að vera á hlaupum. Söndun var takmörkuð, þó um gríðarlega fjölfarna stíga væri að ræða. Nýi borgarstjórnar meirihlutinn örugglega að spara... ég kýs allavega að túlka það svo, þangað til annað verður upplýst. Hvernig væri líka að salta helstu stíga borgarinnar, það ætti ekki að vera svo flókið. Áburðardreifara aftan í traktor og svo af stað, það eru nú einu sinni hundruðir eða þúsundir fólks í borginni sem nota stígana dagsdaglega og því lágmark að þeir séu ekki ein stór slysahætta. Hringurinn í gær gerði 10 km.
Fékk bréf í gær frá Boston maraþon þar sem það er staðfest að ég er skráður, svo nú er hægt að fara að huga að plani fyrir veturinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2006 | 08:26
Boston maraþon..
Enn heldur vælið áfram hjá undirrituðum lítið hlaupið! Spurning hvað það dugir lengi að drattast þetta einu sinni í viku. Mætti þó inni í höll í gær og var það að vanda magnað og stefni síðan á gott hlaup á morgun, gangi það eftir lyftist nú brúnin aðeins.
Annars er það helst í fréttum að ég er búinn að skrá mig í Boston maraþon, 16. apríl 2006. Sá að Gunnlaugur var búinn að skrá sig og því ekki annað að gera en hætta að tala um að ég stefndi þangað, heldur yrði ég að ganga frá málinu. Geri ráð fyrir að við Gunnlaugur getum spjallað ýmislegt í aðdraganda kosninga í vor. Nú er bara bíða eftir staðfestingu að maður hafi verið acceptaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2006 | 01:57
gungur og druslur...
Lítið verið ritað um hlaup hér upp á síðkastið, enda lítið hlaupið og því lítið markvert frá að segja. Nú verður bæði reynt að gera bragarbót í skrifum og hlaupum. Fór þó frábært laugardagshlaup með Larsenfélögum á laugardaginn. Allar aðstæður voru fínar og æði langt síðan maður hafði reimað hlaupskó á sig, því upplifðist hlaupið æðislega enda greinilega uppsöfnuð þörf til staðar. Tókum Kópavogshring sem gerði rétt um 18 km sem passaði manni fínt eftir langt stopp. Tók síðan í kvöld rétt um 10 km á bretti niður í Laugum. Maður á eiginlega ekki að minnast á það að núna ætli maður að fara að taka sig á, því það hefur maður nú sagt í tvo mánuði með takmörkuðum árangri, en það er samt alltaf planið hjá manni. Sjáum til hvernig til tekst.
Á föstudaginn hefðu allir þingmenn framsóknarflokksins (nema kanski Sleggjan), réttlætt ákvörðunina varðandi Íraksstríðið, en núna keppast þeir allir við að segja hversu dæmalaust vitlaus hún hafi verið. Og þá á maður víst bara segja frábært hjá ykkur að hafa skipt um skoðun. Eiga þingmenn að komast upp með svona málflutning? Ef það var þeirra sannfæring á föstudaginn að þetta var röng ákvörðun, hvurslags roluskapur var þetta að koma því ekki á framfæri á tæpum 4 árum. Eru menn bara í liðinu?!? Má búast við því að þeir skipti núna um skoðun varðandi fjölmiðlamálið um árið eða viðbrögðin við öryrkjadómnum um árið, eða liggur þeirra sannfæring bara í því sem formaðurinn segir og gerir á hverjum tíma? Eða skal það standa sem sagt var um forsætisráðherra þjóðarinnar að þingmenn framsóknarflokksins séu gungur og druslur þegar kemur að eigin sannfæringu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2006 | 15:40
Grímur Sæm...
Grímur Sæmundsson stóð við stóru orðin um að klára sitt fyrsta maraþon fyrir fertugsafmælið. Í dag hljóp Grímur Flórens maraþon á 3:59:42. Hann var gríðarkátur með hlaupið, svolítið heitt og götur mjög þröngar svo allur framúrakstur frekar erfiður, þannig að hann fylgdi bara 4 tíma hópnum sem hann var skráður með. En hlaupið var ljúft og ljóst á hljóðinu í honum að upplifunin var frábær og því ekkert tal um "aldrei aftur", heldur "ég bæti mig bara næst". Svona á þetta að vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2006 | 14:14
Lítið hlaupið..
Þessir mánuðir ætla að verða risjóttari til hlaupa hjá mér en áætlanir hafa verið uppi um. Bæði hafa meiðsli og nú uppá það síðasta vinnan verið að aftra mér frá hlaupum. Var alla síðustu viku í Noregi, þar sem ekkert tókst að hlaupa, fór þó beint á inniæfingu hjá Fjölnishópnum á föstudaginn um leið og ég kom heim. Var nú ekki burðugur þar, en ljúft að geta aðeins tekið á því eftir margra daga ópantað stopp. Komst síðan ekki laugardagstúr en fór þess í stað í Laugar á sunnudeginum og náði mér í pínu tognum aftan í vinstra lærið. Ákvað að sleppa hlaupum í gær af þeirri ástæðu, en ætla að láta reyna að á lærið í dag, ég einfaldlega verð, því aftur er verið að bregða sér út fyrir landsteinana í vinnuerindum og því óljóst útlit um hlaup á næstu dögum. Gallinn verður nú tekinn með sem fyrr og ef færi gefst, bundnir hlaupaskór á fætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2006 | 22:56
Heija norge..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2006 | 15:48
Fyrsta hálkan..
Fyrsta hálkuæfingin í gær, verð að drífa mig í að láta negla eitt par af skóm svo maður sé klár í allar aðstæður. Brúarhringur á dagskrá hjá Foringjanum sem gerir svo skemmtilega nákvæmlega 10km. Frekar ferskur, en verð nú að sýna sjaldgæfa skynsemi og koma mér hægt en örugglega í form. Þar sem spáin er ekki glæsileg er fínt að komast í nýju frjálsíþróttahöllina í kvöld. Langar að benda fólki á mjög skemmtilegan vef þar sem hægt að sjá mjög nákvæmlega hvenær byrjar rigna, hvessa eða hvað eina sem snertir veður næstu sólarhringana - www.belgingur.is
Sé að óbyggðanefnd er hefur uppi kröfur um að 95% af landi frænda minna í Reykjahlíð verði þjóðlendur. Hahhh.. þar hitti andskotinn ömmu sína.. þeir eiga eftir verja hverja þúfu til héraðsdóms, hæstaréttar, evrópudómstólsins og ekki ólíklega að lokum til öryggisráðsins sem verður þá að segja sig frá málinu, þar sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar mun sitja í ráðinu og þá er væntanlega Guð einn eftir til að dæma málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2006 | 13:38
Af stað aftur..
Þá er vetrarfríinu lokið, drattaðist í Laugar í gærkvöldi og tók um 10 km á bretti. Keyrði talsvert á þetta þar sem maður var nú ansi ferskur eftir viku stopp. Tók 5 sinnum 3 mínútur á 3.45 í pace með 2 mín. rólegum á milli. Nú er ekki annað í stöðunni en rífa sig upp úr þessari ládeyðu og koma sér í þokkalegt form fyrir áramót, þannig að maður geti verið kljást við 40 mínúturnar í ÍR hlaupinu á Gamlársdag. Kúrsinn verður síðan settur í framhaldi af því fyrir næsta ár.
Jæja þá eru prófkjörin í fullum gangi og aftur enn geta Sjallarnir ekki tekið á því þegar kandidatar þeirra fara frjálslega með leikreglurnar. Flestum ætti að vera í fersku minni hvernig til tókst í Norð-vesturkjördæminu fyrir síðustu kosningar. En Villi Egils fékk þá bara dúsu í Bandaríkjunum og "allir" voru kátir. Enda hvað með það þó prófkjörsreglur séu brotnar, það skiptir öllu að halda andlitinu, en ekki að vera hanga í einhverjum smáatriðum eins og svindli í prófkjöri.
Maður þarf nú sjálfur að rölta á kjörstað um næstu helgi. Margir góðir kandidatar í framboði hjá Samfylkingunni í Reykjavík og því svolítið "gæðavandamál" á ferðinni þar. Hallast að því í dag, að kjósa mikið nýju fólki og mikið af konum - aldrei of mikið af góðum konum á lista og fátt verra en þingmenn sem halda að þeir hafi verið ráðnir æfilangt þó þeir hafi einu sinni komist á þing.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)