Færsluflokkur: Bloggar
30.3.2007 | 14:01
Hafnfirðingar segið NEI!
Elskum við ófrið? Sú spurning kemur upp í huga minn varðandi stækkun Alcan í Hafnarfirði. Hvers vegna í ósköpunum erum við komin í þá stöðu að framtíð álversins í Straumsvík, virðist eiga að ráðast á morgun. Annars vegar málar Alcan-fólk mynd af upphafi endalokanna ef Hafnfirðingar segja nei, en hins vegar liggur fyrir sú mynd að stærsta álver landsins verði byggt á höfuðborgarsvæðinu í nánustu framtíð.
Það sem liggur fyrir ef sagt verður Já er að tómur ófriður verður bæði um stækkunina og virkjanagerðina á næstu árum er ekki nóg komið? En hvað gerist ef sagt verður Nei? EKKERT! Auðvitað æmtir Alcan eitthvað, en þeir leggja ekkert niður álverið á næstu árum. Hvað þeir ákveða í fjarlægri framtíð breytir engu. En það sem gerst hefur er að við höfum fengið smá andrúm sem þjóð til að finna út hvað við viljum. Ýmis verkefni á sviði rannsókna á virkjanakostum eiga auðvitað að halda áfram. Á sama tíma á að vinna að áætlun um náttúruvernd þar sem ákveðið er hvaða svæði megi nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að vernda.
Ef það er vilji þjóðarinnar að við starfrækjum álver þá liggur allavega fyrir að álver eru takmörkuð auðlind og því er að mínu mati eðlilegt að velta fyrir sér: Hvað ræður staðsetningu álvera? Byggðasjónarmið? Náttúrusjónarmið? Sátt nærsamfélagsins, ríkisstjórn eða sveitarstjórn? Eða fyrstur kemur, fyrstur fær? Eins og staðan er í dag er það hið síðastnefnda sem ræður för. Því gæti svo farið að Norðausturland fengi ekki álver, eða allavega að það væri mjög langt í það,, þó færa mætti rök fyrir því að það uppfylli allar kröfur sem hægt er að gera til álversverkefna umfram aðrar staðsetningar sem nú eru á teikniborðinu. Að mínu mati myndi álverspása henta Húsvíkingum vel, þjóðinni og efnahagslífinu vel, og ekki síst nátturunni. Drögum nú andan og náum einhverri sátt um þessi mál í stað þess að trampa stöðugt á þeim sem vilja fara rólegar í för. Það er nú ekki eins og það liggi lífið á raforkuverð fer ekki lækkandi á heimsvísu.
Fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að atvinnuástandið á höfuðborgarsvæðinu hljóti alvarlegan skaða af Nei-i á morgun (Alfreð Þorsteins gaf það í skyn á Útvarpi Sögu í morgun), þá langar mig að benda á örfá verkefni sem liggja fyrir á suðvesturhorninu á næstu árum: Breikkun Suðurlandsvegar, Sundabraut, hátæknisjúkrahús, tvöföldun Hvalfjarðarganga, tónlistarhús, mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar (Guð forði okkur frá því) og nýr Háskóli Reykjavíkur. Mér finnst að það séu talsverð verkefni að vinna sem kosti haug af milljörðum, þó ekki bætist álver og virkjunarframkvæmdir ofan á hér á suðvesturhorninu.
Hafnfirðingar segið NEI!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 00:30
á skíðum skem...
Búinn að hlaupa núna í tvígang, á laugardag og mánudag. Fór ekki langt og ekki hratt, en samt verður að viðurkennast að hlaupin setja talsvert í mér. Ætla þó að halda þessari viðleitni áfram, frekar en að gera ekki neitt.
Fór í Bláfjöllin seinnipartin í dag.. frábært, bara frábært. Sól, logn og frábært færi, það gerist ekki betra. Komst aldrei í fyrra á skíði svo það eru ca. 2 ár síðan ég var síðast á skíðum og þá í Bláfjöllum. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði það gott í fótunum í kvöld, en það líður hjá og maður verður orðinn klár fyrir Noreg um páskana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 13:50
Nú hlýtur eitthvað að fara að gerast..
Nú eru rétt 3 vikur síðan ég komst fyrst í puttana á Geir sjúkraþjálfara í Orkuhúsinu og bati er greinilegur, en samt er svolítið í land ennþá. Bind miklar vonir við að þessa vika verði góð og skili miklum framförum.
Ég hef næstum því ekkert hlaupið í yfir mánuð og er það ömurlegra en mig hafði órað fyrir. Prýðilegt form farið út um gluggan og aukakílóin hlaðast upp... ok.. kanski ekki hlaðast. Hvað um það, stefni á hlaup seinnipartinn og vona að með skynsemi í hraða og vegalengd komist ég klakklaust frá því.
Má því búast við því að ég fari að gjamma hér á næstunni með hækkandi sól og aukinni hreyfingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 00:36
Meiddur..
Ekki dauður ennþá, þó lítið heyrist frá mér. Ástæður þess að ég hef ekkert bloggað hér undanfarnar vikur er að ég hef ekki nennt að þusa um meiðsli og aumingjaskap í tíma og ótíma. Hlaup eru því stopul, en verða vonandi tekin upp að fullum krafti hið fyrsta. Þegar það gerist mun ég vonandi og væntanlega taka betur á í blogginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2007 | 14:51
á leið í sól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2007 | 16:44
með aðsetur á Íslandi...
Það hafa verið fín hlaup undanfarið. Fór á laugardaginn með Golla eina 19. km í blíðskaparveðri og fínu færi. Margt spjallað á leiðinni og aldrei þessu vant vorum við bara sammála um næstum allt.. já eða svona eins og við má búast og örlítið meir. Í gærkvöldi var síðan aftur hlaupið og nú í 7 stiga frosti og blíðu... já blíðu því það skiptir auðvitað alltaf mestu að það sé logn. Umræddur Golli var talsvert að flýta sér á æfingunni og því varð úr þessi líka hörkuæfing, örugglega hlaupið á pace niðurundir 4 langtímum saman.
Svakalega hefur verið gott að vera vinur aðal síðustu mánuðina hans í starfi. Þó að það væri engin þörf né verkefni að vinna í utanríkisráðineytinu var Dabbi ekkert að láta það trufla sig, enda fjöldi valinkunnra einstaklinga sem koma þurfti á jötuna, enda búnir margir hverjir að vera dyggir þjónar flokksins um langt skeið. En þessar upplýsingar, ekki frekar en margar aðrar upplýsingar um aðferðafræði aðal, eða Aðalritarans eins og Sverrir Hermanns nefnir hann ætið, munu engu breyta í skoðun fólks á honum eða eðli Sjálfstæðisflokksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 23:49
Nizza..
Hrikalega góð æfing í kvöld í Frjálsíþróttahöllinni. Eftir 2 km upphitun, var dagskipun Foringjans 1 km sprettur (en þó hlaupa létt, já þetta reynist manni sjálfum flókið), smá hvíld, síðan 4 * 400 m á meðalhraða sprettsins, 200 m rólega á milli síðan 5 * 200 m á sama hraða með 200 m rólega á milli. Þetta var alveg príðilegt ofan í jól og áramót, enda ágætis wake up call um stöðu mála í hlaupunum. T.d. er þetta Nizza með lakkrískurli sem ég er að borða..... með því síðasta sem ég neyti af þvíumlíku næstu mánuðina. En döfull er þetta gott með léttmjólk!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2007 | 21:37
Princip-menn..
Rólega farið af stað eftir áramótin, skakklappaðist á bretti í gærkvöldi í um hálftíma, kemst ekkert í dag, en reyni að komast á morgun í sprettina. Strengirnir eftir handboltann eru að hverfa, svo þetta stefnir allt til betri vegar.
Nú sér maður yfirfull blöð með auglýsingum um öll Átökin í hinu þessu. Það eiga allir að koma í átak! Hvernig væri að fólk bara byrjaði í einhverju sem það getur hugsað sér að það hafi gaman af og taki það hægt og rólega, nokkur skipti í viku og líti alls ekki á viðkomandi atferli sem átak, heldur sem upphaf að breyttu lífi. 2 kíló eða 20 kíló eftir 12 vikur skiptir engu, heldur að það að vera ennþá að iðka það sem hver og einn hefur valið sér og vonandi hafa gaman að. Það er í fyrstalagi eftir 12 vikur sem fólk á að fara að huga að markmiðum, ef það er það sem það vill.
Sá í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld, bráðskemmtilega frétt um skipulagsmál í Kópavogi. Nenni nú ekki að lýsa þessu í smáatriðum.. Gunnar Birgis, Samherjafrændi og endalóð verður að duga. En það voru orð Páls Magnússonar framsóknarmanns staðgengils bæjarstóra sem vöktu kátínu mína en enga sérstaka undrun, en hann sagði málið er auðvitað svolítið óvenjulegt, en alls EKKI óeðlilegt!!! Geri fastlega ráðfyrir því að Guðbrandur Úrsúluson blaðberi í Kjarrhólmanum hefði fengið sömu málsmeðferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 00:11
Nýtt ár og ný markmið..
Nú árið er liðið og allt það og nýtt hafið með strengjum um allan skrokk eftir handboltaleik sem ég tók þátt í gær. Árið var 2006 var fínt hlaupa ár fyrir mig, ég setti mér nokkur markmið fyrir árið og náði þeim öllum. Í fyrstalagi ætlaði ég að ná tíma undir 40 mínútum í 10km, í öðrulagi að ná undir 1:30 klst í hálfu og loks komast maraþon á eigi lengri tíma en 3:09:54 (4:30 í pace). Á þessum tímamótum hlýtur því að vera tilvalið að setja sér ný markmið að keppa að á næsta ári. Þau skulu vera eftirfarandi:
10 km á 38 mínútum
21,1 km á 1:24 mínútum
42,2 km á 3 klukkustundum
Laugavegurinn 5:30... allavega hraðar en Börkur.
Síðan er bara að vona að maður haldist bærilegur í skrokknum, annars er þetta auðvitað vonlaust dæmi, en kanski ekki ástæða til að vera með væl fyrirfram. Æfingaprógramm er í hönnun og verður birt hér síðar. Aðalhlaup ársins verða Boston, Laugavegurinn og Berlin, en annað tekið eftir hendinni eins og það hentar á hverjum tíma.
Um leið og ég óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla og geri ég nú bara fastlega ráð fyrir að við einhendum okkur öll í að losa okkur við blessaða ríkisstjórnina á árinu... það þarf varla að ræða það eitthvað?!?!?!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.12.2006 | 20:34
Dýrðin ein...
Það var fámennt hjá Larsen-félögum á laugardaginn, aðeins undirritaður og Kalli Hirst. Fórum af stað klukkan 10 í 7 8 stiga frosti, heiðskýru og stillu, þvílíkur morgun. Reykjavík sýndi allar sýnar bestu vetrarhliðar á laugardaginn og mann langaði næstum að hringja í fólk og segja því að hunskast út í dýrðina. Tókum nettan 20 km hring, niður Fossvoginn, Snorrabraut og Laufásinn heim. Þó klukkan væri farinn að hallist í 12 þá náði sólin aldrei að skýna á okkur, þó hæstu staðir í Reykjavík væru farnir að njóta sólar. Því miður á að snúast í sunnanáttir í vikunni með snörpum vindi og vosbúð, svo líkur á hvítum jólum virðast vera dauflegar í augnablikinu hér í borg.
Bloggar | Breytt 18.12.2006 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)