20.7.2006 | 23:08
Bara blíða..
Eðal æfing í blíðunni í kvöld. Ekki mjög margir mættir, enda fólk tvístrað í sumarfríum út um allt, en þeir sem mættu fóru í Mosfellsbæinn á tartanbrautina þar. Upphitun 3,5 km síðan braut þar sem tekinn var píramýdaæfing. Þetta eru æfingar sem skila einhverju og hafa vantað hjá mér síðan í mars. Slæmu fréttir dagsins eru að ég fékk síðan í bakið í endurteknum upphitunarhringum þegar við vorum hálfnuð, en eigum við ekki að segja að ibufen og voltaren rapid muni redda þessu.
Þar sem Börkur varð á undan mér að skúbba því á veraldarvefinn, og ekkert nema gott um það segja, þá er best að maður geti þess líka, en ég ögraði honum með að leggja kassa af bjór undir vegna Laugavegs 2007, sem hann að sjálfsögðu samþykkti. Svo það verður hugað vel að undirbúningi vegna Laugavegs 2007 og sá sem ætlar að vinna verður að vera tilbúinn að fara á undir 5:40. Laugavegur 2006 - Börkur 6:01, Halli 6:30
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2006 | 23:18
Lokum fyrirtækjunum...
Væntanlega hafa aldrei eins margir skrifað upplifun sýna af sama keppnishlaupinu og Laugaveginum 2006. Ég, Agga, Börkur, Gísli, Bibba, Ásgeir og Mogginn sem ég veit um, þannig að almenningur og aðstandendur ættu að hafa fengið nokkuð góða lýsingu á því sem gekk á, og nú er því ekki annað að gera en draga lærdóm af því og gera betur að ári. Gunnlaugur dregur saman góða hugleiðingu í framhaldi af lestri af reynslusögum frá laugardeginum og er örugglega tilbúinn að miðla af reynslu sinni vegna undirbúnings fyrir Laugaveginn 2007.
En fyrst maður er á þessum nótum, þá finnst mér vanta svolítið uppá agaðri vinnubrögð í kringum mörg minni hlaup hér á Höfuðborgarsvæðinu. Var Marsmaraþonið 200metrum, 300m 400m of langt eða bara rétt í hálfumaraþoni? Altalað var að það hafi verið aðeins of langt, en hvergi birtist stafur frá framkvæmdaaðilum hlaupsins. Gefum okkur að það hafi verið 200 metrum of langt, þá var það bara óhapp en það vill maður fá að vita fyrir víst. Hvað var Heilsuhlaupið langt í ár? 100 metrum of langt? Meira? Eða bara rétt? Sama gildir hér. .......... Og aldrei fengu Halli, Kalli og Íris sigurverðlaun fyrir sveitamaraþon 2004, en kanski að það sé orðið fyrnt
Tók rúma 8 rólega km á mánudaginn í yndælisveðri og svo var planið að fara í dag, en komst ekki, sem var kanski bara ágætt, því enn eru smá harðsperrurestar í lærunum. Tek á því á morgun, það er brautaræfing hjá Fjölnishópnum, tími til kominn að maður hætti þessu eilífðarlulli sem varað hefur síðan í apríl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2006 | 01:13
sagan rituð..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2006 | 00:56
Versta veður í 10 ára sögu Laugavegshlaupsins - by far
Kominn heim eftir Laugaveg from hell. Væntanlega eitt mesta þrekvirki sem undirritaður hefur lent í á lífsleiðinni. Ausandi rigning, hagl, sandstormur og almennt ofsaveður var það sem Laugavegurinn bauð uppá í dag... og allt beint í andlitið. Ok, þannig að þegar aðrir hlauparar munu í framtiðinni segja veðrið sem ég lenti í dag var rosalegt, þá mun viðkomandi fá eftirfarandi svar Þú hefðir átt að vera á Laugaveginum 15. Júli 2006 það var rosalegt. En allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó, þó það stæði tæpt.
Tíminn 6:30 og 19. sæti sem var ekki planið, gat annars ekki neitt, en frá því verður betur skýrt á næstu dögum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.7.2006 | 12:39
Mér finnst rigningin góð.. rarirarira ó ó..... ég veit ekki
Veðurspá fyrir Laugaveginn: "Búist er við stífri suðvestanátt, 10 15 m/sek. (á móti hlaupurum), skúrir til að byrja með en gæti breyst í samfellda lítilsháttar rigningu þegar líður á daginn. Hiti 8 11 °C."
Djöfull er gaman að þessu, þetta er alvöru, þeir komast í mark verða hetjur, hinir sem verða úti sökum kulda - komast til himna og verða englar. Veit svo sem ekkert í hvorum hópnum ég verð, þar sem ég sit eiginlega hálflasinn í augnablikinu, sem er í sjálfu sér ekki optimalt svona sólarhing fyrir hlaup. Nú auðvitað verður maður að gefa út markmiðsyfirlýsingu varðandi hlaupið. "Undir 6 tímum".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2006 | 23:27
þá er það Laugavegurinn..
Eftir velheppnaða æfingu í Heiðmörk í gær, þrátt fyrir að Agga sendi mig upp á fjall, þá vatt ég mér inn á ÍSÍ í dag og skráði mig í Laugavegshlaupið. Ég tók síðan aðra æfingu seinnipartinn af þónokkrum krafti, þannig að sluggs síðustu tveggjavikna er unnið upp eða þannig.
Keypti mér corbo hjá Daníel og einhver ný gel sem verður fróðlegt að prufa á leiðinni, ekkert að vera opna eitt svona áður. Síðan hitti ég þarna einstakt ljúfmenni sem var að kaupa síðustu calcium/magnisium eitthvað dósina, en bauðst til að láta mig hafa 20 hylki. Ég veit síðan ekkert hvernig á taka þetta, á ég að vera búinn að taka þetta fyrir laugardag, á ég að taka þetta á hálftíma fresti á laugardaginn eða bara öll hylkin þegar ég kem í mark og renna þeim niður með Víking. Verð að spyrja Öggu, það væri það minnsta sem hún gæti gert fyrir mig að fræða mig um þetta, eftir að hafa sent mig upp á fjall í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2006 | 01:55
Aftur á landinu bláa...
Kuldinn er blessun!... eitthvað á þá leið sagði Guðni Ágústsson að grillast einhversstaðar í miðríkjum Bandaríkjanna í heimsókn þar. Ég veit nú ekki alveg hvort ég tek undir það, en vissulega geta 40 gráðurnar verið svolítið mikið af því góða. 8 gráðurnar sem mættu mér á Kefluvíkurflugvelli í kvöld, fannst mér lítil blessun frá 25 gráðunum sem voru í Köben. Það er jú sumar. En allavega er maður kominn heim eftir viðburðaríka 12 daga ferð, sem innihélt heimsókn á Krít og marga staði þar og ekki síst Danmörk, þar sem ég keyrði upp til Álaborgar á laugardaginn til að taka þátt í uppskeruhátið FIFA (félag íslenskra fótboltamanna i Álaborg). Spurningin er bara núna, er ég búinn að klúðra Laugaveginum?. Svarið kemur í ljós á næstu dögum, en í sannleika sagt hef ég nú ekki staðið mig neitt sérlega vel í hlaupum undanfarna 12 daga. Hljóp þó 18 km í Álaborg í gær og tókst að skoða staði sem mér tókst ekki á 5 árum meðan ég var þar í námi. T.d. afar merkilegan grafreit stríðsmanna frá árunum 500 900, sem liggur í útjaðri Álaborgar (réttara er Nörre Sundby).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2006 | 09:53
fra Krit
Jaeja tha er madur staddur a Krit, nakvaemar i bae sem heitir Rethimno. Verd ad vidurkenna strax ad hlaupa framleidni min hefur verid med minna moti. For i fyrsta skipti, eftir klukkan 18 i gaer thegar mer fannst mesti krafturinn vera farinn ur solinni, en thad var samt yfir 30 stiga hiti. Akvad ad hafa sma brekkur i thessu og hljop til fjalla. Eg var thokkalegur i halftima, en eftir thad drog hratt af mer og taldi best ad finna stystu leid heim. Eg held ad rettast hefdi verid koma mer fyrir i laestri hlidarlegu eftir hlaupid, veit ekki alveg hvad gekk a hja mer, eg var bara eins og i losti. Svitinn lak ekki af mer, hann sprautadist af mer. En mikid vatn, mjolk og saltflogur komu mer i gang aftur a godum klukkumtima.
Skrifa meira sidar, en bara svo thad komi fram, tha er thetta frabaert herna, Kritverjar yndislegir, ekki svona ytnir eins og mer fannst t.d. Tyrkirnir vera a Marmaris, bara ljufmennskan uppmalud.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.6.2006 | 14:56
frá kongsins köbenhávn..
Rakst á Lapplandsfarana í Leifstöð í gærmorgun, þau voru brött enda magnað verkefni framundan sem er 100 km hlaup. Ætli maður eigi nokkurntíma eftir að gera svonalagað? Gangi þeim vel.
Ég er svo heppinn að fá lánaða íbúð í kollegi hér í Köben, held það heiti Örarsundskollegið. Verð nú að viðurkenna að mér datt fyrst í hug þegar ég kom að kolleginu sem eru 6 áttahæða blokkir ofaní hver annari, að ég væri staddur í Austur Þýskalandi Honeckers. Íbúðin sjálf er samt fín.
Tók hlaupahring um borgina áðan, rétt um 16km. Fór víða t.d. kringum söerne, út á Löngulínu og hljóp hringinn á gamla virkisvegnum, kíkti á Litlu hafmeyjuna, áfram með höfninni, sá nýja operuhúsið það virkar voldugt að sjá, Nýhöfn og aftur yfir á Amager og heim. Ég var nú hægur í dag, þar sem mikið var að sjá á leiðinni. Veðrið var ágætt 18 gráður, næstum logn og skýjað. Þeir voru nú að lofa sól í dag, en hún er að vanda fyrir norðan nákvæmlega eins og heima. Búið vera sól og blíða á norður Jótlandi bæði í gær og dag.
Stökk inn á ferðskrifstofuna Appallo í hlaupaturnum og kildi bara á það. Ég er á leið til Krítar í fyrramálið og verð þar í viku. Borgaði 1298 dkr. Læt heyra í mér þaðan næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2006 | 22:48
Jyske alperne..
Enginn Foringi á æfingunni í dag, tómt kæruleysi bara, eins og það sé eitthvað gaman að vera á vellinum í Þýskalandi að horfa á leik Ítalíu - Ástralíu. Ok jú það er pínu gaman. En æfingin var samt þokkaleg bara, ekkert gert með planið hjá Foringjanum og því hlaupinn brúarhringur í þessari líka fínu rigningu. Ekkert er nú betra en rigning, nema ef vera skildi þegar það er þurrt. Ég er nú aðeins þungur eftir laugardaginn, en það verður farið á morgun. Verra að ég er svolítið slæmur í bakinu um þessar mundir, vonandi næ ég að hlaupa og teygja það úr mér á næstu dögum.
Svolítið klúður hjá mér að vera að hverfa af landi brott á miðvikudaginn og missa af öllum hlaupunum um næstu helgi. Hefði tekið Þorvaldsdalshlaupið, en það bíður næsta árs. Ég er að fara í æfingabúðir út af Laugavegshlaupinu á erlendri grundu og það var eftir talsverða íhugun að ég komst að því að Danmörk væri staðurinn. Brekkusprettirnir verða teknir sérstaklega fyrir þarna úti.
Sá einu sinni sjónvarpsauglýsingu fyrir reiðhjól í Danmörku, fyrst kom mynd af Vejle og sagt meðalhæð yfir sjó 3 metrar, svo mynd af Horsens og sagt meðalhæð yfir sjó 5 metrar og einhverjir fleiri staðir voru nefndir en loks kom "Hvem for fanden har brug for mountain bike?". En það gerði ég, var aldrei á öðru en fína fjallahólinu mínu og því er eðlilegt að ég fari til Danmerkur að undirbúa íslenskt fjallahlaup.
Bloggar | Breytt 27.6.2006 kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)