Færsluflokkur: Bloggar
29.1.2008 | 09:00
Styrmir og Strámann..
Eftirfarandi er skyldulesning, þar sem ritstjóri Morgunblaðsins er afhjúpaður fyrir það sem hann er.
http://finnurvilhjalmsson.blogspot.com/2008/01/styrmir-br-til-strmann.html
Og hér önnur skyldulesning, sem skýrir sig sjálf
http://harpa.blogg.is/2008-01-28/hvad-er-ad-mer/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 16:33
Gleðileg jól
Hlauparar, vinir og allir hinir, gleðileg jól og takk fyrir samverustundir á árinu sem er að líða. Megi næsta ár verða farsælt á götum og stígum eða hvar við berum niður fót.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 00:08
Er þetta ekki reynt?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað menntamálaráðuneytinu síðustu 16 árin og hver er útkoman?!?!? 27. sæti í nýju pisa könnuninni. Hvernig væri að Sjálfstæðisflokkurinn hefði frumkvæði af því að segja sig frá menntamálunum? Á maður að trúa því að núna eftir 16 ár, viti hann loks hvernig standa beri að menntamálum þjóðarinnar? Það er erfitt... vægast sagt erfitt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2007 | 13:52
af stað..
Ágætt að það er líkt með hlaupin og að hjóla, maður gleymir þessu ekkert þó ekkert sé hlaupið. Fór í gærkvöldi á inni æfingu í Frjálsíþróttahöllinni. Það var auðvitað ótrúlega ljúft, nú var aftur og enn hafist handa við að koma sér í eitthvert form fyrir áramótin, svo maður geti aftur, eins og um síðustu áramót, blaðrað um digurbarkaleg markmið, sem meðal annarra orða, hafa engin náðst, né ég verið nokkurn tíma nálægt. Geri samt fastlega ráð fyrir að copy - past" komi að góðu gagni, þegar markmið næsta árs verða kunngjörð.
Smá Mogga röfl. Mogginn fer daglega hamförum yfir REI málinu, þar sem þeir hafa ákveðið að allt samstarf við einkaaðila um erlend verkefni séu af hinu illa. Ekki skal dregið úr því hversu herfilega síðasta meirihluta tókst til um öll þau mál, en þar með er ekki sagt að hugmyndafræði þess að blanda saman sérþekkingu úr fyrirtækjum í samfélagseigu og fjármagni úr einkageiranum sé í eðli sínu slæm. Hún er það alls ekki, enda fannst bæði Mogganum það fyrir einu ári og Sjálfstæðisflokknum á síðasta landsfundi að þetta væru aldeilis stórsniðug hugmyndafræði. Því er þetta ákaflega merkilegt hvernig Staksteinar haga sér þessa síðustu daga, því dag eftir dag, vælir hann utan í Svandísi og ekki síður Vinstri grænum um að þau stoppi einhvern gjörning sem ekkert liggur fyrir um. Ef þetta væri unglingur en ekki Mogginn (sem að vísu sagði um daginn að það væri bara að grínast í Staksteinum), þá segði maður bara ákveðið, skýrt en af tempruðum styrk Þegiðu!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2007 | 22:59
Berlínarmaraþon 2007
Undirbúningur fyrir Berlínarmaraþonið var undarlegur svo ekki sé meira sagt. Síðustu 5 vikurnar innihéldu frá engu hlaupi á viku til 15 km á viku, og undarlegt heilsuleysi sem þó loksins á dögunum rétt fyrir þonið þróaðist til betri vegar. Ég var því nokkuð ráðvilltur hvað gera skyldi í Berlín, markmiðið hafði alltaf verið að reyna við 3 tíma en núna vissi ég ekkert hvort líkamsástandið stóð til 3:15 eða bara 4 tíma eða jafnvel hvort þetta væri óðs manns æði. Ákvað að láta sambland af gleði og alvöru ráða för og drakk því bæði orkudrykki og öl í nokkuð jöfnu hlutfalli í lokaundirbúningnum. Á hlaupadaginn ákvað ég að drekka ekki um of af vökva sem hefur verið galli hjá mér undanfarin ár. Sídrekkandi orkudrykki fram undir start sem ekki hefur skilað öðru en yfirfyllingu á líkamann og viðeigandi pissiríi í hlaupum. Tölti í startið rétt fyrir klukkan 9, í hólf D sem ekki var lengra frá starti en 150 metra og jafnvel ekki nema 100 metra frá startinu þegar skotið reið af. Haile Gebrselassie gerði sé greinilega þetta ljóst að ég var rétt við að anda í hálsmálið hjá honum svo hann hljóp allt hvað af tók og setti heimsmet!!! Það var svolítið klikkað andartak síðustu sekúndurnar fyrir skot þegar um 40 þúsund gular blöðrur hófu sig til lofts frá öllum hlaupurunum.
Af stað var farið og nú skyldi kylfa ráða kasti með hraðann, ákvað að vera sem minnst að líta á klukkuna en þess í stað að njóta hlaupsins og láta líkamsástandið ráða för. Brautin í Berlín er ótrúlega flöt og man ég hreinlega aldrei eftir að brautin væri á fótinn en þess í stað jafnvel oftar heldur niður á við ef eitthvað væri, sem auðvitað gengur ekki upp, þar sem brautin byrjar og endar á næstum sama stað. Fólk var talsvert á leiðinni, þó ekki hafi það náð að skáka London eða New York. Annars var það merkilegt að maður upplifði að annar hver Þjóðverji væri Dani sem væri að hvetja, svo ég snúi út úr frægri setningu úr minni heima byggð, þar sem ungur nýliði til sjós kom heim og tilkynnti að annar hver fiskur hefði verið fugl. Það hefði ekki verið verra að hafa aðeins fleiri Íslendinga meðfram brautinni, þó að þeir sem voru hafi staðið sig með mikilli í prýði í hvatningu sinni. Kílómetrarnir liðu einn og einn og ástand mitt bara prýðilegt lengstum. Eftir að hafa fylgt nokkrum félögum mínum úr Grafarvogi fyrstu kílómetrana varð ég einn og sá eftir það aldrei samlanda minn í brautinni. Rakst á nokkra hlaupara í Glitnisbolum og sendi þeim ávalt kveðju en fékk reyndar alltaf til baka bara undrunarsvip eða í það mesta "hvad for noget?". Tempóið í hlaupinu hjá mér hélst nokkuð stöðugt í 30 km en þá fór heldur að draga úr mér, þó engin vandamál kæmu upp. Það var síðan á 35 km að allt í einu allt var búið.. bara allt búið. 100 metrum áður hafði ég hugsað að með þessu áframhaldi væri 3:20 létt í spilunum, en annað kom á daginn. Allt í einu komst ég bara ekkert áfram og fór líka að fá krampa aftan í lærin. Á 36. kílómetranum lenti ég tvisvar í því að labba einhverja metra og hafði þónokkrar áhyggjur af framhaldinu. Rétt eftir 36 km var því betur síðasta vel útbúna birgðastöðin og ákvað ég að gefa mér tíma til að borða 2 banana og drekka nokkur orkuglös. Þetta virtist skipta sköpum, því afgangurinn varð bara ágætur, þó kannski ekki hraður en ekki fann ég fyrir krömpum eftir þetta. Það var síðan gríðarlega ljúft að hlaupa gegnum Brandenborgarhliðið og síðustu 200 metrana með áhorfendapalla, músík og stuð í markið. 3:23:38 var niðurstaðan.
Að vanda var safnast saman á fjölskyldusvæðinu í bókstaf I, þar sem Kristján Ágústsson hafði komið sér fyrir með gríðarmikinn íslenskan fána til að ekkert færi milli mála hvar hann væri. Þangað týndist fólk og samgladdist, talaði um reynslu sýna og sötraði guðaveigar af tilefninu. Þjóðverjarnir buðu auðvitað upp á frían bjór, en kösin í kringum þá bása var slík að það þurfti talsverða elju og dugnað til að verða sér út um dropann. Auðvitað náði ég einu glasi.
Eftir stendur minning um flott hlaup í frábærri borg, og ekki má gleyma uppskeruhátíð á mánudagskvöldinu, þar sem sendiherra Íslands bauð upp á fordrykk og hélt tölu. Frábær ferð í alla staði.
Bloggar | Breytt 7.10.2007 kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 02:06
Það var bara ekkert meira í stöðunni..
Var að koma heim eftir Berlínarmaraþonið. Tíminn 3:23:38 og er bara sáttur. 3 tímarnir verða að bíða betri tíma.
http://88.151.64.105/results07/urkunde.php?_id=368124&_event=MAL
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 22:18
óáran..
Verð nú að viðurkenna að spenningurinn fyrir Berlínarmaraþoninu er heldur í daufari kantinum. Fyrir mánuði stefndi allt í það, að maður gæti allavega verið að gæla við, að nálgast 3 tíma múrinn en nú er hreinlega spurning hvort maður hleypur yfir höfuð. Síðustu vikur hafa þróast úr að hlaupa lítið í að hlaupa hreinlega ekki neitt og þannig er staðan í dag. Einhver óáran hefur lagst á mig, þó ekki þannig að maður liggi heima, en aldrei langt í hitann. Síðan um leið og reynt er að hlaupa sprettur sviti og almennur aumingjaskapur fram, þetta náttúrlega gengur ekki hjá manninum sem aldrei verður lasinn. Búinn að vera á pensillíni í viku og lítið betri, en eigum við ekki að lifa í voninni og maður fari að braggast. Annars neyðist ég til að drekka ótrúlegt magn af öli í Berlín, svo ferðin standi nú undir nafni í einhverju.
Það er að fara með Grímseyjarferjumálið eins og ég spáði, enginn dreginn til ábyrgðar. Þvílíkir aumingjar í Samfylkingunni. Af hverju geta menn aldrei einbeitt sér að einu ákveðnu atriði og fengið í það niðurstöðu? Er þetta virkilega setning sem ekki þarf að fá botn í, hver ber ábyrgð á? Hafi Vegagerðin ekki svigrúm til þess að nýta ónotaðar fjárheimildir mun fjármálaráðuneytið heimila yfirdrátt sem þessari vöntun nemur."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2007 | 21:03
enginn ábyrgur eða hvað..
Það var auðvitað þegar maður var farinn að finna sig, þá leggst einhver fjárinn á mann og lítið sem ekkert hlaupið. Síðasta vika gerði 40 km og þessi verður enn slakari, en stundum verður maður bara að vera skynsamur og reyna að ná heilsu.
Morgunblaðið er samt við sig (eiga möguleika að redda sér á morgun), þeir geta í engu upplýsinga frá Bjarna Harðar varðandi hlut Fjármála- og samgönguráðuneytis í Ferjumálinu. Nú liggur það heiðskýrt fyrir að lög varðandi fjármögnun á ferjunni voru brotin og þar geta engir verið meira ábyrgir en Árni Matt og Sturla Böðvars. Málatilbúnaður er svo með ólíkindum að afleiðingar hljóta bara að verða einhverjar (yrðu það í löndunum í kringum okkur). Annaðhvort verður að rusla embættismönnum út eða að þeir axla ábyrgð í málinu og víkja úr störfum sínum. Það er síðan dæmigert fyrir Samfylkinguna að orða allt voða varfærið um þetta mál eftir að þeir komast í ríkisstjórn. Það mundi örugglega vera annað hljóð í strokknum ef þeir væru utan stjórnar. Nýi samgönguráðherrann er algjörlega búinn að falla á prófinu varðandi þetta mál. Það vantaði ekki stóryrðin í vor fyrir kosningar, þegar hann réttilega var að benda á að þetta mál væri skandall. En auðvitað mun engin axla ábyrgð í þessu máli, heldur verður farin íslenskaleiðin að láta málið fjara út, tekur svona viku eða bara 3 daga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2007 | 00:02
síðustu vikurnar..
Ég er að spá í nota rökfærslu fjármálaráðherra ef ég lendi í því að vera tekinn af löggunni fyrir of hraðan akstur. Rökfærslan gengur út á að ég keyri nú jafnan of hratt og enginn sagt neitt, svo það þýði nú lítið að ætla að taka mig núna allt í einu. Þetta var svipað hjá dýralækninum þegar Ríkisendurskoðun var með athugasemdir um daginn. Þeir hefðu bara alltaf gert hlutina svona og þá hlaut allt vera í orden. Það að brjóta umferðarlöginn getur varla í eðli sínu verið neitt öðruvísi en að brjóta fjárlögin - bæði lög frá alþingi Íslendinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)