4.1.2007 | 23:49
Nizza..
Hrikalega góð æfing í kvöld í Frjálsíþróttahöllinni. Eftir 2 km upphitun, var dagskipun Foringjans 1 km sprettur (en þó hlaupa létt, já þetta reynist manni sjálfum flókið), smá hvíld, síðan 4 * 400 m á meðalhraða sprettsins, 200 m rólega á milli síðan 5 * 200 m á sama hraða með 200 m rólega á milli. Þetta var alveg príðilegt ofan í jól og áramót, enda ágætis wake up call um stöðu mála í hlaupunum. T.d. er þetta Nizza með lakkrískurli sem ég er að borða..... með því síðasta sem ég neyti af þvíumlíku næstu mánuðina. En döfull er þetta gott með léttmjólk!!!
Athugasemdir
Ohhhh.... sum okkar eru að reyna að vera í megrun hérna úti:)
en meðal annarra orða : Gleðilegt árið :)
Bibba (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.