Nýtt ár og ný markmið..

Nú árið er liðið og allt það og nýtt hafið með strengjum um allan skrokk eftir  handboltaleik sem ég tók þátt í gær.  Árið var 2006 var fínt hlaupa ár fyrir mig, ég setti mér nokkur markmið fyrir árið og náði þeim öllum.  Í fyrstalagi ætlaði ég að ná tíma undir 40 mínútum í 10km, í öðrulagi að ná undir 1:30 klst í hálfu og loks komast maraþon á eigi lengri tíma en 3:09:54 (4:30 í pace).  Á þessum tímamótum hlýtur því að vera tilvalið að setja sér ný markmið að keppa að á næsta ári.   Þau skulu vera eftirfarandi:

10 km  á 38 mínútum
21,1 km á 1:24 mínútum
42,2 km á 3 klukkustundum
Laugavegurinn 5:30... allavega hraðar en Börkur.

Síðan er bara að vona að maður haldist bærilegur í skrokknum, annars er þetta auðvitað vonlaust dæmi, en kanski ekki ástæða til að vera með væl fyrirfram.  Æfingaprógramm er í hönnun og verður birt hér síðar.  Aðalhlaup ársins verða Boston, Laugavegurinn og Berlin, en annað tekið eftir hendinni eins og það hentar á hverjum tíma.

Um leið og ég óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla og geri ég nú bara fastlega ráð fyrir að við einhendum okkur öll í að losa okkur við blessaða ríkisstjórnina á árinu...   það þarf varla að ræða það eitthvað?!?!?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár Halli, þetta eru flott markmið og ég efa ekki að þér takist að ná þeim.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 09:29

2 identicon

Gunnlaugur! Ertu að segja að Halli muni hlaupa Laugaveginn hraðar en ég :)

Börkur (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 16:38

3 identicon

Það er undir þér komið Börkur.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 09:16

4 identicon

Það er bjórkassi undir þannig að Halli fær að svitna vel 14. júlí næstkomandi, gef hann ekki eftir áreynslulaust!

Börkur (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 11:24

5 identicon

flott markmið Halli.. mig langar líka til Berlínar

 kv. birna

birna (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband