Dýrðin ein...

Það var fámennt hjá Larsen-félögum á laugardaginn, aðeins undirritaður og Kalli Hirst.  Fórum af stað klukkan 10 í 7 – 8 stiga frosti, heiðskýru og stillu, þvílíkur morgun.  Reykjavík sýndi allar sýnar bestu vetrarhliðar á laugardaginn og mann langaði næstum að hringja í fólk og segja því að hunskast út í dýrðina.  Tókum nettan 20 km hring, niður Fossvoginn, Snorrabraut og Laufásinn heim.  Þó klukkan væri farinn að hallist í 12 þá náði sólin aldrei að skýna á okkur, þó hæstu staðir í Reykjavík væru farnir að njóta sólar.   Því miður á að snúast í sunnanáttir í vikunni með snörpum vindi og vosbúð, svo líkur á hvítum jólum virðast vera dauflegar í augnablikinu hér í borg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

asskoti ertu latur að blogga, ég þekki þig ekki neitt en hef mikið gaman af að lesa bloggið þitt

Maja (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband