12.12.2006 | 14:59
Hálka..
Fór góðan hlaupatúr á laugardaginn með Larsenfélögum sem gerði um 19 km. Veður frábært og færi gott. Það sama verður ekki sagt um færið í gær.. sennilega það versta sem maður hefur upplifað þessi tæpu 3 ár sem maður hefur fengist við hlaup. Það var einfaldlega ís yfir öllu og því afar varhugavert að vera á hlaupum. Söndun var takmörkuð, þó um gríðarlega fjölfarna stíga væri að ræða. Nýi borgarstjórnar meirihlutinn örugglega að spara... ég kýs allavega að túlka það svo, þangað til annað verður upplýst. Hvernig væri líka að salta helstu stíga borgarinnar, það ætti ekki að vera svo flókið. Áburðardreifara aftan í traktor og svo af stað, það eru nú einu sinni hundruðir eða þúsundir fólks í borginni sem nota stígana dagsdaglega og því lágmark að þeir séu ekki ein stór slysahætta. Hringurinn í gær gerði 10 km.
Fékk bréf í gær frá Boston maraþon þar sem það er staðfest að ég er skráður, svo nú er hægt að fara að huga að plani fyrir veturinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.