8.12.2006 | 08:26
Boston maraþon..
Enn heldur vælið áfram hjá undirrituðum lítið hlaupið! Spurning hvað það dugir lengi að drattast þetta einu sinni í viku. Mætti þó inni í höll í gær og var það að vanda magnað og stefni síðan á gott hlaup á morgun, gangi það eftir lyftist nú brúnin aðeins.
Annars er það helst í fréttum að ég er búinn að skrá mig í Boston maraþon, 16. apríl 2006. Sá að Gunnlaugur var búinn að skrá sig og því ekki annað að gera en hætta að tala um að ég stefndi þangað, heldur yrði ég að ganga frá málinu. Geri ráð fyrir að við Gunnlaugur getum spjallað ýmislegt í aðdraganda kosninga í vor. Nú er bara bíða eftir staðfestingu að maður hafi verið acceptaður.
Athugasemdir
Alltaf gaman að þekkja menn sem hafa skoðanir og hlaupa ekki frá þeim!!!
Gunnlaugur Júlíuson (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 09:06
Ertu ekki orðinn heldur seinn í þetta Boston-maraþon??
Kveðja, Grani.
Jónas Grani (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 10:53
Seinn?!?!? Í þetta má leggja í það minnsta tvær merkingar og eru þær báðar fjarrilagi. Ég finn að núna fer ég að taka á því, í hlaupunum, alveg á næstunni og orðið "seinn" mun hverfa úr vitund minni og eigi verða mér trafala í Boston. Nú eigir þú við að ég sé orðinn seinn vegna þess að ég hafi ætlað að róa til Boston, þá er planið í augnablikinu að taka flugvél. Kv. H
Haraldur Haraldsson, 8.12.2006 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.