London here I come

Jæja þetta þetta er að hafast, takmarkið með öllum hlaupunum síðustu vikur og mánuði nálgast eins og óð fluga.  London maraþon verður haldið samkvæmt nýjustu spám, í reykvísku topp veðri – súld, golu og 17 gráðum.  Ég Húsvíkingurinn, sem vanari er meiri sól, mun ekki láta sólarleysið á mig fá en er að velta fyrir mér hvort gúmmiskór með gelinnleggi kunni að vera réttu skórnir fyrir hlaupið.
Ekki hefur verið hlaupið mikið undanfarna daga, fór  7 km á sunnudaginn og síðan 6 km áðan, hef verið hálf slappur eitthvað síðustu 2 daga, en orðinn fínn núna.  Ætla að taka 6 – 8 km á morgun og þar verður látið við sitja.  Líkamsástandið er bara fínt, þó áhyggjur af offitu og ýmsum öðrum krankleika hafi á stundum angrað mig nokkuð, en ber væntanlega frekar vitni um paranoju undirritaðs. 
Hvað er svo markmiðið í London?  Í haust skráði ég mig í hlaupið og gaf upp 3,15.  Á fyrstu vikum, 12 vikna undirbúningstímans upphófst talsverð umræða í Larsenhópnum eftir að undirraður fór að gaspra um hlaupahraða upp á 4 mín og 30 sek. per kílómeter.  Ekki verður hún rakin hér, en af því má ljóst vera að lokatími ætti samkvæmt því að verða 3:09:54.  Við látum það standa sem markmið í London maraþon 2006 og engan aumingjaskap. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halli. Það er flott hjá þér að birta tímann sem þú stefnir að. Vonandi gengu allt upp hjá þér og öðrum í hópnum. Við Signý verðum með ykkur í anda á morgun.
Baráttukveðjur til ykkar allra.
Örn

Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband