26.11.2006 | 15:40
Grímur Sæm...
Grímur Sæmundsson stóð við stóru orðin um að klára sitt fyrsta maraþon fyrir fertugsafmælið. Í dag hljóp Grímur Flórens maraþon á 3:59:42. Hann var gríðarkátur með hlaupið, svolítið heitt og götur mjög þröngar svo allur framúrakstur frekar erfiður, þannig að hann fylgdi bara 4 tíma hópnum sem hann var skráður með. En hlaupið var ljúft og ljóst á hljóðinu í honum að upplifunin var frábær og því ekkert tal um "aldrei aftur", heldur "ég bæti mig bara næst". Svona á þetta að vera.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.