21.11.2006 | 14:14
Lítið hlaupið..
Þessir mánuðir ætla að verða risjóttari til hlaupa hjá mér en áætlanir hafa verið uppi um. Bæði hafa meiðsli og nú uppá það síðasta vinnan verið að aftra mér frá hlaupum. Var alla síðustu viku í Noregi, þar sem ekkert tókst að hlaupa, fór þó beint á inniæfingu hjá Fjölnishópnum á föstudaginn um leið og ég kom heim. Var nú ekki burðugur þar, en ljúft að geta aðeins tekið á því eftir margra daga ópantað stopp. Komst síðan ekki laugardagstúr en fór þess í stað í Laugar á sunnudeginum og náði mér í pínu tognum aftan í vinstra lærið. Ákvað að sleppa hlaupum í gær af þeirri ástæðu, en ætla að láta reyna að á lærið í dag, ég einfaldlega verð, því aftur er verið að bregða sér út fyrir landsteinana í vinnuerindum og því óljóst útlit um hlaup á næstu dögum. Gallinn verður nú tekinn með sem fyrr og ef færi gefst, bundnir hlaupaskór á fætur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.