15.11.2006 | 22:56
Heija norge..
Fitun í gangi... eða hvað. Hér er maður í Noregi og vaknar 7 og borðar góðan morgunmat, er síðan keyrður í 40 mínútur út fyrir Oslo. Drattast aftur inn í þessa fínu borg milli 9 - 10 og fær sér öl... og jú eitthvað að borða og meiri öl (partur af socialprogrammet) og síðan aftur það sama næsta dag. Hér sé ég ekkert pláss fyrir hlaup. Gallinn er samt klár ef eitthvað dúrar í þessum látum. Héðan er sem sagt ekkert að frétta... sem sumir segja að séu góðar fréttir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.