Mývatnssveit..

Það var fagur dagur í Mývatnssveitinni í dag, næstum heiðskýrt, næstum logn og næstum ekki talsvert frost.  Opinber píslarganga hófst klukkan níu en ég lét skutla mér 23 km frá skipulögðum göngu leiðarenda, eftir hádegið og fór því talsvert aftur fyrir gönguhópinn eins og hann var staddur þá.  Það er nú reyndar ekki alveg hárnákvæmt að tala um gönguhópinn, því fólk var dreift yfir marga kílómetra á þjóðvegi 1, enda held ég að ekki sé hallað á neinn þó ég segi að fólk hafi almennt verið misjafnlega ílla í stakk búið að takast á við 36 km labb.  Sá kanski 4 sem ég get fullyrt um að séu í almennri hreyfingu.  Hvað um það, hlaupið gekk ágætlega og þar sem maður er Garmin-laus um þessar mundir þá veit ég ekki nákvæmlega á hvaða paci ég var hlaupa.  Síðan þurfti maður að fara niður á labbið nokkrum sinnum og taka spjall við frændfólk og kunningja á leiðinni og jafnvel troða í sig brauðsneið með silungi hjá sóma fólkinu á bænum Strönd.  Svolítið kaldur orðinn þegar  ég kom að Hótel Reynihlíð og tíminn vafalaust ágætur.   Fékk mér einn öl í framhaldinu og tíminn á honum var sannarlega ágætur.  Baðlónið kom síðan yl í kroppinn og góður dagur á enda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband