Fyrsta hálkan..

Fyrsta hálkuæfingin í gær, verð að drífa mig í að láta negla eitt par af skóm svo maður sé klár í allar aðstæður.  Brúarhringur á dagskrá hjá Foringjanum sem gerir svo skemmtilega nákvæmlega 10km.  Frekar ferskur, en verð nú að sýna sjaldgæfa skynsemi og koma mér hægt en örugglega í form.  Þar sem spáin er ekki glæsileg er fínt að komast í nýju frjálsíþróttahöllina í kvöld.  Langar að benda fólki á mjög skemmtilegan vef þar sem hægt að sjá mjög nákvæmlega hvenær byrjar rigna, hvessa eða hvað eina sem snertir veður næstu sólarhringana - www.belgingur.is

Sé að óbyggðanefnd er hefur uppi kröfur um að 95% af landi frænda minna í Reykjahlíð verði þjóðlendur.  Hahhh.. þar hitti andskotinn ömmu sína.. þeir eiga eftir verja hverja þúfu til héraðsdóms, hæstaréttar, evrópudómstólsins og ekki ólíklega að lokum til öryggisráðsins sem verður þá að segja sig frá málinu, þar sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar mun sitja í ráðinu og þá er væntanlega Guð einn eftir til að dæma málið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar færðu neglda skó? Hvað kostar það?

Ritarinn 

Gísli (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 13:10

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er góð spurning hjá þér... ég veit það reyndar ekki, en einhverjir félagar mínir í Grafarvogshópnum gerðu þetta í fyrravetur og létu vel af þessu.  Skal komast að því, þegar ég kem frá Noregi.

Haraldur Haraldsson, 14.11.2006 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband