14.4.2006 | 00:58
Vetur...
Það er vetur í gangi á Húsavík og því hljóp ég í dag í snjófjúki og snjó á götum, sem upplifðist síðast ef ég man rétt - í janúar. Eitt sem sótti á huga minn á hlaupum í dag var að ég var með samviskubit yfir því hve lítið ég hef hlaupið síðustu daga og síðan hefur maður áhyggjur af því að maður sé að borða alltof mikið. Þetta eru framandi hugsanir. Vinstri kálfinn er fínn og ef ég á að vera hreinskilinn, þá er hægri kálfinn aftur orðinn slæmi kálfinn og vildi ég sannarlega að ég kæmist til sjúkraþjálfara á morgun, en það verður að bíða fram á þriðjudag. Hljóp fyrst 5 km hring í bænum, þar sem ég reyndi að nýta mér hús sem skjól fyrir skafrenningnum. Síðan tók ég 5 * 400m spretti með mínútu á milli og loks aftur 5km áður en haldið var í pott. Þetta hressti sálartetrið pínu. Vona að ég verði duglegur á morgun í Mývatnssveit og rúlli allavega 20 km.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.