7.11.2006 | 13:38
Af stað aftur..
Þá er vetrarfríinu lokið, drattaðist í Laugar í gærkvöldi og tók um 10 km á bretti. Keyrði talsvert á þetta þar sem maður var nú ansi ferskur eftir viku stopp. Tók 5 sinnum 3 mínútur á 3.45 í pace með 2 mín. rólegum á milli. Nú er ekki annað í stöðunni en rífa sig upp úr þessari ládeyðu og koma sér í þokkalegt form fyrir áramót, þannig að maður geti verið kljást við 40 mínúturnar í ÍR hlaupinu á Gamlársdag. Kúrsinn verður síðan settur í framhaldi af því fyrir næsta ár.
Jæja þá eru prófkjörin í fullum gangi og aftur enn geta Sjallarnir ekki tekið á því þegar kandidatar þeirra fara frjálslega með leikreglurnar. Flestum ætti að vera í fersku minni hvernig til tókst í Norð-vesturkjördæminu fyrir síðustu kosningar. En Villi Egils fékk þá bara dúsu í Bandaríkjunum og "allir" voru kátir. Enda hvað með það þó prófkjörsreglur séu brotnar, það skiptir öllu að halda andlitinu, en ekki að vera hanga í einhverjum smáatriðum eins og svindli í prófkjöri.
Maður þarf nú sjálfur að rölta á kjörstað um næstu helgi. Margir góðir kandidatar í framboði hjá Samfylkingunni í Reykjavík og því svolítið "gæðavandamál" á ferðinni þar. Hallast að því í dag, að kjósa mikið nýju fólki og mikið af konum - aldrei of mikið af góðum konum á lista og fátt verra en þingmenn sem halda að þeir hafi verið ráðnir æfilangt þó þeir hafi einu sinni komist á þing.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.