27.10.2006 | 22:13
þessvegna læt ég bolta vera..
Djöfull er þetta týpiskt, maður heldur sig frá bolta vegna þess að maður var alltaf eitthvað skakkur eftir hann, síðan lætur maður til leiðast að redda mönnum út því að það vantar einn og hvað... jú maður tognar! Ég lét sem sagt undan þungri pressu í vinnunni í morgun að koma í bolta, því það vanti einn. Ég þráfaldlega neitaði, enda taldi ég mig ekkert vera í standi til þess að spila fótbolta, en þar sem maður veit að það er auðvitað hundleiðinlegt þegar það mæta 7, þá sló ég til - tæki það bara rólega. Í 53 mínútur var tóm gleði, en þá kom þetta fína skotfæri og ég lét vaða og ... í fyrstalagi skoraði ekki, en í öðrulagi tognaði framan í lærinu. Ekki kanski versta tognun sem ég lent í, en gæti þýtt einhver rólegheit sem ég hef fengið miklu meira en nóg af undanfarnar vikur. Djöfulsins!
Athugasemdir
Nú, þá er bara eitt að gera, Halli minn. Koma að synda
;)
Bibba (IP-tala skráð) 28.10.2006 kl. 17:39
Bibba, ég myndi lesa vel linkinn "Húsavíkurþríþraut 2004" hér til hliðar áður en þú biður Halla um að synda aftur.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.