Blíða..

Jæja þá er þetta allt í framför með kálfann, tók 25 km hlaup í gær með Alla og Kalla Hirst.  Glæsilegt veður, heiðskýrt, logn og plús 3 – 5 gráður.  Ákváðum að smella okkur inn á maraþonleiðina, svo við gætum hvatt hlauparana sem þreyttu haustmaraþonið.  Einnig bauð þetta uppá að stela sér smá lögg á drykkjarstöðvunum og bulla í starfsfólki hlaupsins.  Sumir voru að vísu með blammeringar á mig, hvern fjáran ég væri að gera þarna létt joggandi en ekki annaðhvort að taka þátt eða starfa við hlaupið.  Afhverju ég tók ekki þátt, segir sig nokkuð sjálft, en hitt er að vísu rétt að ég var kosinn í stjórn Maraþonfélagsins á fimmtudagskvöldið síðasta og því stóð það mér svolítið nærri að vera starfsmaður hlaupsins.  Vona að mér verði fyrirgefin þessi upphafssynd á ferli mínum í stjórn félagsins... verð þó að geta þess að enginn af nýjum stjórnarmeðlimum stóðu sig í stykkinu, en koma væntanlega eins og mér stendur hugur til – sterk inn á næstu misserum.  Við félagarnir fórum óvenju rólega yfir og hentaði það mér prýðilega.  Kálfinn var með einhver skilaboð eftir 10 km og stóð það í 5 km, en fjaraði svo út og fann ég ekkert fyrir kálfanum eftir það.  Afraskurinn í dag er að kálfinn er stífari en fjandinn, en korters frysting í kvöld með eftirfylgandi hitameðferð og puttum gera vonandi góða hluti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður
Eins og málshátturinn segir” Haltur leiðir handarlama” en það mætti segja um okkur Kristján sem vorum að störfum fyrir þig á laugardaginn, annar á hækju en hinn með hendi í gifsi en dæmið gekk upp hjá okkur, svo þú ættir að geta þetta eins og þú ert! Já þetta er vonandi með stærri syndum hjá þér ?

Kveðja Guðmundur Magni

Guðmundur Magni (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 21:48

2 identicon

Blessaður
Eins og málshátturinn segir” Haltur leiðir handarlama” en það mætti segja um okkur Kristján sem vorum að störfum fyrir þig á laugardaginn, annar á hækju en hinn með hendi í gifsi en dæmið gekk upp hjá okkur, svo þú ættir að geta þetta eins og þú ert! Já þetta er vonandi með stærri syndum hjá þér ?

Kveðja Guðmundur Magni

Guðmundur Magni (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband