Allt í áttina...

Fór í Laugar í gærkvöldi og tók létta æfingu á ýmsum stigtækjum, endaði þó á að hlaupa rólega í 10 mínútur (ég bara varð að prufa).  Fann ekki mikið fyrir kálfanum, enda er hann búinn að fá verulega athygli síðustu 3 sólarhringa, þar sem puttar Lindu Karenar hafa án nokkurs vafa gert mest gagn.  Tek frí í dag, en stefni á útiæfingu á morgun, ekkert helv... væl.

Verð í andlegri og líkamlegri uppbyggingu á Húsavík um páskana og ekki loku fyrir það skotið að Mývatnssveitin verði líka heimsótt á Föstudaginn langa.  Þar fer fram árleg Píslarganga, þar sem gengið er kringum Mývatn, og væri fínt að taka þar 20 - 25 km á léttu joggi... og að sjálfsögðu íhuga stöðu sína í lífinu, hvernig maður hefur gengið "götuna fram eftir veg", hvert maður sé að fara, iðrast og lofa bót og betrun... og bara fíla náttúruna og lífið í botn.

Gleðilega páska!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband