19.10.2006 | 14:57
engir kommúnistar lengur..
Hérna eru svona smá hugleiðingar vegna ákvörðunar um hvalveiðar okkar Íslendinga. Það ber eiginlega að taka það fram strax að flest það sem sagt er um fjölda hvala eða áhrif þeirra á umhverfið byggir á vísindum sem fara ber með í samræmi við eðli þeirra og hættulegt að lýta á sem hinn endanlega sannleik. Til dæmis eru öryggismörk mjög víð þegar lagt er mat á stofnstærð hvala og það gefur t.d. að þegar menn segja að fjöldi Hrefna sé ca 40 þús. dýr, þá má segja með 95% vissu að stofnstærðin sé á bilinu 5 80 þúsund dýr. En látum vísindin njóta vafans í framhaldinu.
Hvalirnir eru að éta okkur út á gaddinn. Talið er að afrán hvala sé 6 milljónir tonna (mt) af sjávarfangi og þar af 2-3 mt af fiski. Við veiðum 1,5 mt, en nytjastofnanir sjálfir éti tífalt meira en hvalirnir eða um 20 30 mt. Verðum að veiða meiri fisk því hann er að éta allan fiskinn.
Talið er að framleiðni svifs og krabbadýra kringum landið sé um 100 mt, þar af éta hvalir um 2-3 mt en fiskistofnarnir 10 15 mt.
Hef heyrt bæði sjávarútvegsráðherra og fulltrúa LÍÚ tala um að halda þurfi hvala stofnunum í kringum 70% stofnstærð miðað við núverandi stofnstærð. Það er fækkun um einar 12 15 þúsund hrefnur og væntanlega svipað af Langreyð miðað við stofnstærð hennar. Ennfremur má lesa á vef sjávarútvegsráðuneytisins að veiða megi allt 400 dýr á ári af hvorri tegund út frá sjálfbærnistefnu í veiðiálagi. Ætla menn að fara veiða hér um 2000 til 3000 hvali á ári hér næstu árin?
Og nú ætla menn í rökræðu stríð við þessa hálv.. sem leggjast gegn hvalveiðunum, það er ekki ósvipað og senda trúuðu fólki email um að trúin þeirra sé öll á misskilningi byggð. Sko það var enginn Adam... og svo framvegis. Jæja gangi þeim vel samt.
Ég upplifi þessa ákvörðun svolítið af sama toga og Héðinsfjarðargöngin, það skiptir engu hvað menn segja í rökræðunni, hlutirnir eru bara ákveðnir, þó heildarhagsmunirnir séu afar vafasamir. Mér dettur í hug af þessu tilefni, konan sem tók leigubíl í Bulgaríu rétt eftir fall múrsins og þegar hún ætlaði að fara spenna á sig beltið, sagði leigubílstjórinn no, no, no... no belts.. we are no communists any more.
ps. meiðslin ganga hægt, en tekst vonandi skrölta rólega í kvöld og síðan bind ég vonir við að verða orðinn mikið betri um helgi, svo hægt verði taka túr á maraþonleiðnni og hvetja liðið í haustmaraþoninu.
Athugasemdir
Blessaður Halli, algerlega sammála þér með Hvaleiðarnar, en langaði að minnsta aðeins á meiðslin þín, þegar þú ert svona hálf meiddur kappi, ert þú þá ekki með mataræðið upp á 10:-)
Mína bestu stuðningskveðjur:-)
Ásgeir
Ásgeir (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 17:27
Sæll Ásgeir og takk fyrir kveðjurnar.
Mataræðið hefur ekki verið betra um langa hríð. Nautahakk (16-19% feitt) og chili con carne, kjúklingur, franskar og koteilsósa, svo ekki sé minnst á saltkjöt með uppstúf og kartöflum. Án þessa væru lappirnar ónýtar. Aldrei séð Blettatígur éta gras, enda hraðskreiðasta dýr sléttunnar :)
Haraldur Haraldsson, 22.10.2006 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.