15.10.2006 | 15:19
allt í leyni..
Það er búið að vera frekar rólegt frá því á mánudaginn. Fékk tíma hjá sjúkraþjálfara strax á miðvikudaginn, en sá þurfti síðan endilega að verða lasinn þann daginn, hitti hann á morgun. Hef í millitíðinni verið í sjálfsmeðhöndlun og bara orðinn nokkuð góður í kálfanum. Joggaði rólega ca 3 km á fimmtudaginn á innibrautinni, fann svolítið fyrir því, en var betri á föstudaginn þegar ég tók 2 km á bretti. Fór síðan 18 km í gær með Erlu, Stefáni og Veroniku og var bara góður í kálfanum, þetta hefði þó ekki mátt vera mörgum metrum lengra. Fórum seinnipartinn sem þýddi að við fengum flott hlaupaveður, smá súld en lítinn vind sem var svolítið annað en morgunhlaupararnir fengu að upplifa.
Jæja þá erum við búin fá nýtt þrætumál sem ekki verður útkljáð með þeim hætti að við getum hætt að ræða það. Þannig er með öll okkar stærri mál, þau fá aldrei neinn endi og því þrösum við um það sama til eilífðarnóns. Ég er að sjálfssögðu að tala um íslensku leyniþjónustuna sem virðist hafa verið starfandi (og er kanski enn), í engu umboði og ekki í vitneskju neinna (nema kanski Björns Bjarna). Það er merkilegt hvað Sjálfstæðisflokkurinn sem í orði kveðnu er svo mikið fyrir frelsi einstaklingsins, er í raun lítið fyrir opið og gegnsætt samfélag. Flokkurinn þvælist fyrir því að sett séu lög um fjárreiður stjórnmálaflokka, flokkurinn var sá síðasti til að hætta eftirliti með því hverjir mættu á kjörstað og þurfti næstum að draga fulltrúa þeirra út úr kjörklefunum með töngum og nú þvælist hann fyrir því að hægt sé að svara mörgum áleitnum spurningum varðandi hleranir sem upplýst er að áttu sér stað hér á landi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.