10.10.2006 | 00:15
tognun..
Jæja þá kom að því... tognun, en vonandi bara smá brestir í mínum vinstri kálfa. Stífir kálfar eru nokkuð normalt ástand hjá mér og má segja að það sé stanslaus vinna hjá mér að halda þeim í lagi. Reyni að gera það með því að teygja þá mikið og gera kálfaæfingar með eigin líkamsþyngd og ekki síst með nuddi, sem einfaldlega hefur ekki gerst nokkuð lengi núna. Það er kaldhæðnislegt en í gærkvöldi sendi ég sms í nuddarann minn sem hefur verið frá vegna axlarmeiðsla, vegna þess að ég var farinn að hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála með kálfana. En æfingin var fín... fyrstu 7 kílómetrana, flott veður og ég feikna stuði og lang fyrstur (enginn Alli og Golli ekki svipur hjá sjón ).... en eins og segir hinir fyrstu verða síðastir og hinir síðustu verða fyrstir nema það hafi verið hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu verða síðastir - það kom á daginn (allavega að ég varð síðastur) og ég sönglaði síðustu 3 km ég held ég gangi heim, held ég gangi heim.
Athugasemdir
Halli, í hvernig skóm ertu að hlaupa?? Mínir kálfar verða að grjóti í NB, en Asics eða Nike (reyndar langt síðan ég hætti að eltast við dyntina í Nike en þeir virkuðu) og þá eru þeir fínir nema í alerfiðustu vikunum (80-100+ km vikum)
Kveðja
Siggi
Sigurður Freysson (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 15:47
Hleyp aldrei á öðrum skóm en Asics Kayano. Stundum bæti ég síðan innleggi í þá fyrir mjög langa túra til að mýkja þá enn frekar.
Haraldur Haraldsson, 15.10.2006 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.