8.10.2006 | 00:02
aðhald..
Laugardagur ávalt til lukku... smá áhyggjur af austan strekkingi í morgun þegar lagt var að stað í laugardagstúrinn með Larsen félögum, en vindinn lægði á leiðinni svo heimferðin var líka ljúf. Fórum norðurströnd Reykjavíkur út að Eyðistorgi, Ægissíðuna og Fossvoginn heim. Stefán Viðar var gríðarlega prúður þegar hann stoppaði á ruslabílnum við Eyðistorgið svo við kæmumst yfir götu, síðan upplifðum við fyrsta fólk í mark í Geðhlaupinu. Félagar Kristján og Guðmundur Magni stóðu þar sína plikt að vanda. Túrinn gerði 26,5 km sem var fínt og þýðir að ég skreið í 67 km í vikunni. Mjög sáttur við það.
Pólitík: Sé að ríkisstjórnin er með annari hendi er að stoppa þensluna en hinni að gefa lausan tauminn. Hvar er betra að gefa lausan tauminn en í vegagerð (sem ég krítisera í princippinu ekki) en ákváðu að á sama tíma að draga úr fjárframlögum til til ungmennahreyfinga eins og Ungmennafélags Íslands, KFUM og KFUK og Bandalags íslenskra skáta. Allar gegna þær mjög virku og uppbyggilegu æskulýsstarfi fyrir fjölda barna og unglinga sem að langmestu leyti byggist upp á sjálfboðavinnu. 29 milljónir þar í sparnað! Athugasemdin sem fylgdi lækkuninni er vegna aðhalds í ríkisrekstri. Frábært!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.