6.10.2006 | 02:12
eintóm blíða..
Fín vika á hlaupum. Mánudagur með í blíðu með Fjölnishópnum 10 km, þriðjudagur 10 km á bretti í Laugum, Fjölnishópurinn aftur í blíðu á miðvikudaginn og nú 11 km, í kvöld fyrsta inniæfingin í Frjálsíþróttinahöllinni, bara toppurinn að taka spretti þar inni, æfingin gerði væntanlega með öllu hjá mér um 10 km aftur. Þannig nú eru komnir rúmir 40 km og laugardagurinn eftir með vonandi í kringum 25 km, þá væri þetta það lang lengsta sem ég hlaupið á einni viku síðan í apríl.... og þó ætli vikan með blessuðum Laugaveginum hafi ekki gert 60 70 km. Fínt þegar maður nær svona heilum vikum án þess að æfingar séu að detta út. Vonandi nær maður að halda einhverjum dampi í þessu næstu vikurnar og fá smá spark í formið.
Póltík... nei engin pólitík dag... alltof fallegt veður til þess.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.