áfallahjálp..

Síðasta ferðin í sumar á Úlfarsfellið var tekin á fimmtudaginn með Fjölnishópnum.  Færum okkur inn í nýju Frjálsíþróttahöllina frá með næsta fimmtudegi.  Veðrið var ljúft eins og það hefur almennt verið í september og ekki var það síðra á laugardaginn þegar ég tók 23 km með Larsenfélögum. 

Ég las Staksteina í morgun og verð að segja að þar hlýtur sár og bitur maður að halda á penna og spurning hvort það hugarfar sem þar endurspeglast eigi nokkuð erindi við nútímann.  Í stuttu máli eru Staksteinar að gera upp við Samtök herstöðvarandstæðinga og einfaldlega afgreiðir þá sem gengu Keflavíkurgöngurnar sem þeir hafi gengið í þágu Stalíns, þágu þeirra sem hnepptu aðrar þjóðir í þrælkun, þágu þeirra sem myrtu verkamenn á götum Berlín, þágu þeirra sem sendu skriðdrekana inn í Búdapest til þess að drepa saklaust fólk á götunum þar.... og að þeir hafi viljað breyta þjóðfélaginu í svona samfélag!!!  Er þetta boðlegt?  Staksteinar klikkja út að minning um Samtök herstöðvarandstæðinga verði ekki í heiðri höfð.  Jæja það var og... það var greinilega óhugsandi að fólk einfaldlega vildi búa í herlausu landi... nei það vildi fá Stalín.  Spurning hvort sumir þurfi á áfallahjálp að halda þar sem enginn er herinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband