eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár..

Við lifum á merkilegum tímum, annarsvegar afar sorglegum þar sem drekkja á stórum hluta hálendis Austurlands á næstu dögum og hinsvegar afar gleðilegum þar sem Bandaríski herinn hverfur af landinu á næstu dögum.  Tók þátt í mótmælagöngunni í gærkvöldi niður Laugaveginn, ánægjulegt hve margir mættu.  Að vanda taldi lögreglan bara annan hvern sem þarna var... ég sagði reyndar við kunningja minn að það þyrfti að fá þá sem telja á Fiskidögum á Dalvík til að telja þátttakendur, því þá mætti gera ráð fyrir að um 40 – 50 þúsund hefðu verið á svæðinu.

Á morgun verður byrjað að sökkva ígildi Hvalfjarðarins undir vatn við Kárahnjúka.  Það er aumkunnarvert að 4 – 5 ríkasta þjóð heims hafi séð sér nauðsynlegt að grípa til svo afdrifaríkrameðala í upphafi 21. aldarinnar til að styðja byggð á Austurlandi.   Verst að íslenskir Austfirðingar hafa ekki ennþá fattað alsæluna sem bíður þeirra, því bæði á síðasta ári og á fyrstu 6 mánuðum þessa árs er halli á búferlaflutningum Austurlands.

Afhverju eru bændur Mývatnssveitar, Laxárdals og Aðaldals ekki réttnefndir hryðjuverkamenn í sögubókum okkar Íslendinga?  Þeir eru þó eina fólkið sem sprengt hafa stíflu hér á landi, sem var "lýðræðislega" ákveðin.  Ég geri ráð fyrir að það fari svolítið eftir því hvaða hug við berum til náttúrunnar, hvaða nöfnum við nefnum sveitunga mína.  Eru þeir hryðjuverkamenn eða eru þeir hetjur?

...eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sést alltaf á blogginu þegar þú ert ekki að hlaupa því þá verður þú pólitískur, hlaupa meira..........!

Börkur (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 23:12

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sorry Börkur, ég er rétt að byrja og mér liggur ýmislegt á hjarta. En vissulega rétt hjá þér varðandi hlaupin að þetta er alveg í lágmarki hjá mér, fór þó Úlfarfellið í kvöld.

Haraldur Haraldsson, 29.9.2006 kl. 00:17

3 identicon

Held að það sé með marga eins og mig (sem er ekki dýpra þenkjandi um þessi mál en svo að ég upplifði mótmælin sem tuð einhverra furðulegra útlendinga), ég fékk sjokk í gær við það að sjá svart á hvítu þegar áin var stífluð hvað þetta er virkilega stórtækt. Fattaði þá hvað þetta er í raun mikil "frekja" af okkur gagnvart náttúrunni. Seint fatta sumir en fatta þó :)

Agga (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband