12.9.2006 | 22:02
Bull...
Er í lagi að þingmenn beri tómt kjaftæði fyrir alþjóð í þeirri von að sauðsvartur almúginn viti ekki betur og gleypi því hrátt við því sem menn segja. Hjálmar Árnason var í Íslandi í dag núna í kvöld, í umræðum um hátt matvöruverð hér á landi. Ég ætla að staldra við eitt atriði sem lét frá sér fara, vona rétt að öll hin hafi ekki verið af sömu gæðum. Hjálmar var að reyna að gefa í skyn að þrátt fyrir að engar takmarkanir væru á innflutningi á gosi, þá væri verð ca. 100 erlendis á móti 160 hér á landi!!!
Skýrsla
forsætisráðherra um samanburð á matvælaverði á Íslandi, Norðurlöndum og ríkjum Evrópusambandsins. (Lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 20032004.)
Þetta stendur m.a. í skýrslunni:
..Jafnframt eru lögð vörugjöld á drykkjarvörur hér á landi. Þetta virðist skýra verðmun á gosi, safa og vatni milli landanna.
Hefur Hjálmar ekki lesið þessa skýrslu eða hefur hann?!?!? Ég veit ekki hvort er verra.
21 km á laugardaginn ásamt Larsenfélögum og 11 km á mánudaginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.