Fertugur..

Jæja þá er maður víst kominn á fimmtugsaldurinn, það hljómar nú kanski ekki sérstaklega vel þegar maður upplifir sig “18 til I die“ eins og Bryan Adams sá stórkostlegi tónlistarmaður söng svo skemmtilega um árið.  Hef að vísu þurft að búa við þá staðreynd allt þetta ár að vera flokkaður í hóp 40-50 ára, svo nokkur reynsla er komin á þessa upplifun.  En í alvöru þá er þetta bara fínt, óttalegir krakkar þessir þrjátíu eitthvað.

Fór með félögum mínum í “Larsens venner“ í Hálsasveitina á laugardaginn og átti þar frábæran dag og seinnipart og kvöld og nótt.  Ég var unglingurinn í hópnum, en gat ekki séð hinn stóra mun á mér og hinum félögum mínum sem allir voru komnir vel á fimmtugsaldurinn.  Ég sé núna hversu unggæðingslegur ég var á laugardaginn, en þroskaður einstaklingur í dag.  Maður á fimmtugsaldri hefði aldrei hlaupið klukkan hálftólf að kveldi þriggja kílómetra leið til að baða sig í Reykholtslaug í 2 mínútur. 

Ljómandi hlaup í dag með Fjölnishópnum og takk fyrir söngin og árnaðaróskir með tímamótin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn!

Agga (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 09:28

2 identicon

Til hamingju með daginn Halli.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 08:34

3 identicon

Til hamingju með daginn Halli

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 08:34

4 identicon

Til hamingju með afmælið Halli. Þetta venst bara ágætlega, vittu til!

birna (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 19:22

5 identicon

Þú átt skilið að fá THULE

Börkur (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband