30.8.2006 | 23:24
Kristján hinn kurteisi..
Fallegur dagur í dag í borginni við sundin, sól og hægur vindur, enda sat ég innan við glugga frá klukkan 8 til rúmlega 5 Týpiskt! Hvað um það, hlaup með hópnum endurnýjuðu sálartetrið, enda hörkuæfing. 10 mín rólega út, síðan 10 mín tempo, 5 mín rólega, 5 mín tempo, 3 mín rólega og 2 mín tempo, síðan rúllað heim. 11 km lágu í valnum. Alli bar alla ábyrgð á djöfuls látunum í tempóhlaupunum hafi hann þökk fyrir.
Kastljósið í kvöld, Valgerður Sverrisdóttir er mætt til Kristjáns.
VS:ef fram hefðu komið athugsemdir við matskýrsluna sem hefðu verið eitthvað sérlega jákvæðar K:það eru ekki athugsemdir
. VS: jú það eru hægt að gera athugasemdir á hinn veginn
. K:ha jú ok?!?!?!? Já þetta eru alvöru stjórnmálamenn sem við Íslendingar eigum. Um rökhæfileika þeirra verður ekki efast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.