29.8.2006 | 01:18
tæknilegt og flókið blogg...
Hljóp á fimmtudaginn upp í Heiðmörk með hópnum, alltaf frábært að hlaupa þar. Hljóp 19,3 km á laugardaginn með Larsenfélögum. Komst ekki á æfungu í dag, en skaust núna áðan, svo ég náði 20 mínútum í Laugum. Það má eiginlega segja að það hafi verið rólegt og rómantíkst í Laugum í kvöld, því eitthvað voru ljósin að stríða þeim og því slökkt í búningsklefum og hálfslökkt líka inn í sal. Neyðarljósin lýstu upp salinn, ásamt sjónvörpunum og ljósunum af utan, þetta var voða huggulegt.
Ég veit ekki hvort er óhugnanlegra að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sér ekkert athugavert við að greinargerð Gríms Björnssonar um Kárahnjúkavirkjun var aldrei kynnt á alþingi eða það að þessi pólitíski skandall mun ekki hafa nein eftirmál fyrir Valgerði eða ríkisstjórnina. Það er merkilegt með Morgunblaðið að það hefur aldrei skoðun á málum eins og þessum. Allt óbrjálað fólk hlýtur að sjá að það er meira en lítið athugavert að greinargerðin kom ekki fram fyrir augu almennings á sínum tíma. Greinargerðin kom fram í febrúar 2002, mikill hiti var í samfélaginu, eina faglega álitið um berggrunn Kárahnjúkastíflu á þessum tíma var að það hentaði sérlega vel!?!?!? Káranhnjúkavirkjun var samþykkt á alþingi 8. apríl 2002. Hvað sagði Grímur: verkefnið er ílla undirbúið og alls ekki tækt til ákvarðanatöku. Hvað sagði Skipulagsstofnun þegar hún lagðist gegn Kárahnjúkavirkjun: vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar. En Kárahnjúkavirkjun fór í gegnum lýðræðislegt, gegnsætt og lögformlegt ferli..... Flott!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.