15.8.2007 | 23:06
áheit..
Ég ætla að hlaupa hálf-maraþon (21km) í Reykjavíkurmaraþoninu 18. Ágúst. Hægt er að heita á mig í hlaupinu og miðast áheitið við fasta upphæð. Málefnið sem ég hef valið er Barnaspítali Hringsins, án nokkurs vafa einn allra besti barnaspítali í heiminum. Ég og spítalinn eigum dulitla sögu saman og þætti mér því vænt um ef þú mundir heita á mig í hlaupinu og með því styrkja gott málefni og hvetja mig til dáða í leiðinni.
Hér er linkur til að hefja áheit á mig. Greiða þarf með VISA.
https://www.marathon.is/pages/aheit/?prm_participant_id=16845&prm_action=2&iw_language=is_IS
Í heilu maraþon 2006 í Reykjavík
Athugasemdir
Meiddur og hægur? Aldeilis ekki, bara helv. góður og dúndur tími.
Börkru (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.