Áfram Börkur..

Eftirmál maraþonsins hafa verið talsvert með öðrum hætti en eftir mín fyrri tvö.  Vissulega fékk ég svona bærilega strengi í lærin, en að öðruleiti var ég fínn og átti létt með gang.  Ég hef verið meira og minna ónýtur eftir hin tvö.  Því var ekki annað að gera en mæta á æfingu á mánudaginn, þó kanski hefði ég átt að stytta hana aðeins.  Hljóp 9,6 km, þar sem brekkan niður frá Kók að hinu fróma fyrirtæki Framrúðunni var ekki góð.  Var orðinn ansi góður í dag og tók því fullan þátt í tempó-æfingu þar sem teknir voru 6*2mín hratt og 2 mín rólegt.  Æfingin gerði 9,7 km.  Veðrið flott 16 stiga hiti, skýjað og léttur vindur.

Mig langar að vekja athygli á hlaupi Barkar í Ölpunum sem hefst á föstudaginn kl. 10:00.  Meiri upplýsingar er að fá á http://malbein.net/blog/   Sé þetta fyrir mér sem framtíðar týpur af hlaupum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband