20.8.2006 | 20:47
The "hurricane" maraþon 2006
Þetta verður stutta skýrslan um Reykjavíkurmaraþon 2006.
Undirbúningur í hlaupum var ekki sem skildi, svo markmiðið með þátttöku var hafa gaman að þessu og hlaupa þetta eins skynsamlega og frekast væri unnt. Einnig ætlaði ég að hlaupa með Hrafni Margeirs, en verð að viðurkenna að fljótlega eftir hálft maraþon stakk ég hann af - ekkert voða stoltur yfir því, en þannig var það bara.
Undirbúningur síðustu 2 daga var að corbo-loada svona þokkalega og taka inn magnisium töflur, 3 á dag og 2 um morguninn fyrir hlaupið. Ég hef voða trú á þessum magnesiumtöflum til varnar krampa í vöðvum, bæði með inntöku fyrir hlaup og meðan á hlaupi stendur. Tók 3 í hlaupinu í gær og ætlaði að taka fleiri, en gaf allar magnesium töflurnar mínar fólki sem lent var í vandræðum vegna krampa í hlaupinu.
Þrátt fyrir úrkomuspá rann dagurinn upp með sól í heiði og hægum vindi, sem þó aðeins bætti í þegar leið á hlaupið. Kom að vanda heldur seint niður í start, þannig að upphitun var nær engin, né teygjur og síðan gleymdi ég að kveikja á Garminum fyrr en rétt fyrir hlaup og hann kom bara ekkert inn fyrr ég hafði hafði hlaupið ca. 1 og hálfan km. Þessvegna var ég nær síðastur úr startinu og rétt skokkaði þennan spöl, meðan ég beið eftir því að geta startað tímatöku. Þetta gerði það að vísu að verkum að aðeins einn fór fram úr mér í hlaupinu, þó ég væri bara á pace 5 nærri því alla leið. Ég pikkaði marga upp á leiðinni og þar sem maður var ekkert að flýta sér gat maður bara spjallað um stund þegar maður þekkti einhvern sem maður var fara fram úr. Eins gaf þetta pace kost á því að taka eftir öllu því umhverfi sem fyrir bar á leiðinni og þó ég sé Íslendingur og alltaf að hlaupa um Reykjavík, þá er leiðin mögnuð og margt að sjá. T.d. hafði ég aldrei séð Skarfaklett sem stendur í fjörunni hjá Sindra, ótrúlega flottur og ljós fjaran þar í nágreninu. Svo fólk átti sig aðeins á því sem ég er að tala um, þá tókst mér t.d. að missa af Buckingham höllinnni, þegar ég hljóp fram hjá henni í London, því ég horfði bara á klukkuna og götuna fyrir framan mig og sá næsta lítið allaleiðina. Ég tók 5 gel á leiðinni: 15km, 21 km, 25 km, 31 km, 37 km. Eina magnesíumtöflu (hylki) tók ég eftir 21 km, því þá fann ég fyrir fyrirboða krampa í hægri kálfanum og síðan 2 magnesiumtöflur á 25 km og hafði plan um að taka 2 eftir 30 km. En á 26 km hleyp ég Ásgeir Jónsson uppi, þar sem hann er eiginlega stopp vegna krampavesens og ákvað ég að gefa honum magnesiumtöflurnar og gelbréf. Krampa einkennin komust aldrei lengre en vera einkenni og því gekk hlaupið bara fínt. Ég var að vísu orðinn svolítið orkulaus út á Gróttu og átti ekkert gel, en þar kom félagi Börkur til hljálpar og gaf mér eitt gelbréf sem hafði mjög jákvæð áhrif síðustu kílómetrana. Ég uppgötvaði það svona 1 km eftir Gróttuvatnsstöðina, mér til hrellingar, að ég hafði misst Adidas gleraugun úr beltinu (þau kostuðu 8000 þúsund). Ég vissi að þetta hlyti að hafa gerst í kringum vatnsstöðina og nú voru góð ráð dýr. Átti ég að snúa til baka og bæta 2 km við hlaupið til að taka upp 8000 þúsund kall af götunni eða halda áfram..... ég hljóp áfram og bölvaði þessu óláni mínu. Þá birtist Jón Kristinn bróðir þarna upp úr þurru á reiðhjóli og skutlaðist hann til að athuga hvort hann fyndi eitthvað. Þegar 1 og hálfur km var eftir kom þessi eini sem fór fram úr mér á leiðinni, það þótti mínum manni ekki gott og reyndi ég næstu 500 metra að ná honum aftur, en hvað, ég ætlaði ekki vera að æsa mig í þessu hlaupi þannig að ég gaf þennan eltingarleik eftir og lét hann fara. Síðustu 400 metrana tók ég síðan á góðum spretti og náði að fara fram úr þremur á síðustu 100 metrunum. Í mark kom ég síðan á 3:34:20 og var bara kátur með það.
Frá mínum bæjardyrum séð var þetta frábært hlaup, án sperrings, frábær leið (góð breyting á leiðinni frá fyrri árum), frábært veður (þrátt fyrir yfirlýsingu sigurvegarans á RUV þegar hann kom í mark að þetta hafi verið eins og hurricane) og virkilega góð skipulagning á hlaupinu. Ég held að aðkoma Glitnis að Reykjavíkur maraþon hljóti að vera besta PR sem nokkurt fyrirtæki fái þetta árið og er það bara gott mál. Hrafn skilaði sér í mark 10 mínútum á eftir mér og var það að sjálfssögðu allt mér að þakka. Gleraugun biðu mín í markinu.
Athugasemdir
Kærar þakkir Halli - þetta var höfðinglegt af þér:-)
Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson (IP-tala skráð) 20.8.2006 kl. 22:05
Takk fyrir síðast, Halli. Þessar magnesíumtöflur, sem þú minnist á, hvar færðu þær? Hve mikið af magnesíum er í þeim? Ég fór í apótek áðan og gat valið milli 75 mg og 500 mg, en þær síðarnefndu eru notaðar við hægðaveseni og magasýrum. Ég er enn slæmur í kálfunum.
Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 16:25
í Afreksvörum hjá Daníel Smára.
Ég svo veit ekkert vísindalegt um þetta, en sýnist sem þetta sé að virka fínt á þeim nótum sem ég lýsi í pistli mínum.
Vissi ekkert um þessar fínu aukaverkanir sem þú talar um, en fyrst þú minnist á það hef ég haft þessar líka fínu hægðir :)
Haraldur Haraldsson, 21.8.2006 kl. 17:12
Sæll, Halli. Ég var svo forvitin yfir áhrifum magnesíum á langhlaup að ég gerði leit að orðunum "marathon" & "magnesium" í gagnagrunni yfir birtar vísindagreinar: www.pubmed.com
Aðeins 15 greinar komu upp sem fjalla um efnið. Grein í "International journal of sport nutrition" frá 1992 segir frá tvíblindri rannsókn á 20 maraþonhlaupurum þar sem helmingurinn fékk 365 mg af magnesium á dag. Fylgst var með hópnum í 4 vikur fyrir og 6 vikur eftir maraþon. Niðurstaðan var sú að magnesíuminntakan hafði engin áhrif á magn í vöðum og blóðsermi. Enginn merkjanlegur munur var á umfangi skemmda í vöðvavef og hversu fljótt vefurinn jafnaði sig á milli hópanna. Sem sagt inntakan virtist ekki hafa nein áhrif.
Önnur rannsókn birt í "Journal of the american college of nutrtion" árið 1998 athugaði magnesíummagn í blóðsermi og þvagi 26 einstaklinga fyrir og eftir maraþon. Stuttu eftir maraþon var merkjanlegur munur á magni magnesíums í þessum vessum. Engar skýringar voru þó á þessu og því miður virðast ekki vera til nýrri rannsóknir.
Sigríður Klara (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 00:28
Athyglisverð athugasemd frá þér Sigríður Klara, eina kommentið sem ég hef við þessu er að menn fá svör í samræmi við spurningar sem bornar eru fram. Athyglisvert hefði verið að spyrja hlauparana um upplifun á krampa meðan á maraþoni stóð, sérstaklega ef þeir tóku megnesíum á meðan hlaupi stóð.
Haraldur Haraldsson, 22.8.2006 kl. 02:04
Sæll, aftur. Ég gerði aðra leit í PubMed og nú með leitarorðunum "magnesium" og "cramping". Greinin sem ég vísa í nú er birt 2004 í "BMJ Publishing Group Ltd & British Association of Sport and Exercise Medicine" og segir frá rannsókn á suður-afrískum hlaupurum í Tveggja hafa hlaupinu. Í rannsóknarhópnum fengu 21 krampa en 22 voru krampalausir. Mælingar voru gerðar á sermi rétt fyrir og eftir hlaup. Lítilsháttar aukning var á magnesíum í krampahópnum rétt eftir hlaup, en heildar niðurstaðan var eftirfarandi:
The two main findings of this study were first, that there is no relation between any clinically significant changes in serum concentrations of sodium, potassium, total calcium, and total magnesium and the development of EAMC (exercise associated muscle cramping) in ultra-distance runners before or immediately after a race, or during the period of clinical recovery from EAMC; and second, that there is also no relation between the changes in hydration status (measured by changes in body weight, plasma volume, blood volume, or red cell volume) and the development of EAMC in ultra-distance runners during or immediately after a race. The results of our study also show that there is no relation between the development of EAMC in ultra-distance runners and changes in serum osmolality, blood glucose concentration, and the concentration of plasma proteins before and after a race. Small but statistically significant differences in serum sodium and magnesium concentrations between the cramping and control groups in the immediate post-race period in the present study are too small to be of clinical significance.
Sigríður Klara (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 09:23
http://askatricoach.wordpress.com/2006/08/14/dealing-with-cramps-on-the-run/
http://health.iafrica.com/fitness/running/cramp.htm
http://www.time-to-run.com/injuries/legcramps.htm
http://easylegcramps.info/magnesium+leg+cramps+.php
Haraldur Haraldsson, 22.8.2006 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.