18.8.2006 | 20:21
ekki aftur snúið...
Jæja 12 tímar til stefnu, skráning frágengin og ég lasinn! Nei það er nú kanski ekki alveg rétt, en ég er greinilega með hálsbólgu og kvef svona upp í hausinn, þetta reddast. Keypti mér seinnipartinn Danska brjóstdropa (eru sterkari en þessir norsku) og nú er bara að sulla glasinu í sig þó smáaletrið sé eitthvað að væla um að það eigi bara að taka 10 ml 4 sinnum á sólarhring. Ég hlusta ekki á það. Ætti allavega að sofa eins og barn ef glasið hefst , og það væri nú nýtt, nóttina fyrir maraþon. Áð öðruleiti er nú ekki yfir neinu að kvarta, líkaminn fínn og fín veðurspá. Ég ætla að taka magnesíum töflur með mér hlaupið og sjá hvernig þær virka, stóla eiginlega svolítið á þær síðustu 10 km., svo var ég að spá í að hafa útvarp með mér... er það bannað? Held bara að brjóstdroparnir séu farnir að virka... best að koma sér í svefninn... ok ekki alveg strax.
Athugasemdir
Ef þú ætlar að mæta með gettóblaster á öxlinni og gullkeðju um hálsinn þá held ég að einhverjir gætu orðið pirraðir :)
Börkur (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 22:23
Hæ Halli. Þeir dönsku hafa greinilega virkað. Varstu ekki á góðum tíma annars? 3.40 mínus 5 ?? alltaf með markmiðið á hreinu.
Góð kveðja úr víkinni fögru,
Jóna Matt
Jóna Matt (IP-tala skráð) 20.8.2006 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.