léttur..

Hreina loftið og flugurnar í Mývatnssveit gera útslagið... ég er að hverfa eða þannig.  Snaraði mér á vigtina í Laugum á mánudaginn og það var sannarlega allt annar bragur á tölunum í þetta skiptið.  81,7 kg stóð þar og kætti það mjög geð guma.  Núna er bara spurningin hvort fætur vorir eru klárir í Jökulsárhlaup.  Skal alveg viðurkenna að álag síðustu vikna er aðeins að segja til sín og því kannski mesta skynsemin í því að taka því rólega um helgina, þe. fara ekki í keppnishlaup, en þar sem ég er ekki frægur fyrir mikla skynsemi eru allt eins líkur á því að ég skelli mér.  Stefnir í að það verði í fyrsta sinn ekki sunnan átt og sól, en í stað þess norðan átt og jafnvel blautt.  Jökulsárleiðin er nú kannski ekki sú besta sem fyrir finnst í bleytu, en alvöru hlauparar láta slíkt ekki aftra sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægður með þig, fer líka norður í hlaupið það mun henta okkur vel að hlaupa í aftakaveðri, slyddu og snjókomu.

Börkur (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Því miður Börkur, þá mun verða smá bið á keppni okkar.  Eftir nudd í gær, þá er ekki nokkur glóra að ég hlaupi Jökulsárhlaupið í ár.  Aftur á móti þarf ég að koma á þig endurhleðsluvökva áður en þú ferð norður, svo ég verð að ná á þér. 

Haraldur Haraldsson, 26.7.2007 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband