Heilt skal það vera...

Það er merkilegt með þetta land þar sem allt snýst um veðrið, að það er engan veginn hægt að fá almennilegar/nákvæmari spár bara þrjá daga fram í tímann.  Hvernig veður á t.d. að vera á laugardaginn, maður fer visir.is, mbl.is og vedur.is og jú það á að vera 12 stiga hiti, 4 m/sek og einhver rigning.  Afhverju er ekki hægt að vita spá sem gildir kl. 9 og aðra sem gildir kl. 16?  Afhverju getur maður ekki keyrt veðurspána sjónrænt á skjánum og stoppað á þeirri klukkustund sem maður hefur áhuga. 

Nóg um þetta, allavega er staðan sú að ég stefni á heilt maraþon á laugardaginn að öllu óbreyttu.  Fór 6 km með Hrafni Margeirssyni í gærkvöldi þar sem við tókum 6 * 30 sek spretti með 30 rólegu á milli, eftir 10 mínútna hlaup.  Það mátti varla á milli sjá hvor var í lélegra ásigkomulagi, ég með strengi út um allt og þungur, en hann bara meira svona þungur eftir göngur um helgina.  Ég fæ nudd á morgun og vona að það geri kraftaverk, síðan fékk ég nýja Kayano sko í dag, þeir gera örugglega kraftaverk, enda svartir og cool.  Við Hrafn hlaupum þetta saman (hans 1. maraþon) og ætli stefnan verði ekki sett á svona 3:40 plús mínus 5. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halli, frábær síða hjá þér.
Ef þú vilt vita hvernig veðrið verður á laugardaginn þessa þrjá tíma sem þú verður að hlaupa þá ferðu á http://www.belgingur.is og skoðar Faxaflóaa (hiti, vindur, úrkoma).

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 09:18

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka þér Hákon, það var einmitt ca. svona mynd sem ég hafði í huga.

Haraldur Haraldsson, 17.8.2006 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband