14.8.2006 | 00:14
en áfram skröltir hann þó..
Reykjavíkurmaraþon eftir 6 daga og hvað gera bændur þá, sjáum til á miðvikudaginn hvað veðurspárnar segja og kanski eitthvað líkaminn. Hljóp 26,5 km í dag til að athuga hvort eitthvað væri eftir að formi, er nefnilega að velta fyrir mér hvort maður eigi að skrölta heilt - hálft er annars sjálfgefið. Hvað er fólk að spá sem fer bara 10 km og er að hlaupa allt árið um kring? Tók æfingu á fimmtudaginn, annars var kominn 7 daga pása í þetta hjá mér, ein af mörgum óskipulögðum pásum mínum í sumar. Ég hlýt að vera svona mikil félagsvera, mér gengur bara ekkert að fara einn að hlaupa. Var ennþá með talsverða strengi eftir fimmtudagsæfinguna í gær (og hafði gengið nokkuð greitt um gleðinnar dyr í fyrrakvöld) og því komst ég ekki fyrr en í dag. Fallegur dagur í borginni í dag.
Athugasemdir
Við aumingjarnir skröltum 10 km bara svona til að vera með :)
Agga (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 17:13
Þú ert nú eiginlega undanþegin þessu kommenti mínu, þú ert búin að hlaupa allt sem hægt er að hlaupa í ár.
Haraldur Haraldsson, 14.8.2006 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.