5.7.2007 | 00:30
æfingabúðir..
Sjötíu km í síðustu viku og svipað í þessari, nú er allt að gerast.... nema að ég léttist helv.. hægt. Hef því ákveðið að fara í æfingabúðir í Mývatnssveit og athuga hvort þingeyska loftið mun ekki létta mig á 2 vikum eða svo.
Ótrúlegt veðurlag hefur ríkt í höfuðborginni að undanförnu og veltir maður því á stundum fyrir sér hvort Global warming sé að alvöru farið að kikka inn, þá segi ég bara fleiri olíuhreinsistöðvar og annað gott". Annars er þetta týpískt að þegar svo blíðviðri skellur á þarf maður að vinna sem aldrei fyrr og því hefur þetta mest upplifast sem bölvun þar hitinn á skrifstofunni minni hefur lítið farið niður fyrir 35 gráður síðustu daga. Ég geng þó ekki eins langt og framkvæmdastjóri Völsungs gerði um árið, þegar hitinn var að sliga hann í vinnunni. Þannig vildi til að við félagarnir þurftum eitthvað að eiga erindi við hann og mættum á skrifstofu Völsungs, þar sat þá miðaldra maður við skrifborð sitt, búinn að hneppa frá sér skyrtunni og með buxurnar á hælunum. Við ákváðum bara að koma síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.