Dagar hinna miklu ekki hlaupa..

Það má eiginlega segja að þetta séu dagar hinna miklu áforma, en lítilla verka.  Ekki hljóp ég baun í bala í gær, en komst allaleið í það að setja á mig hlaupaskóna, belti með fullum brúsum og labba uppfyrir hús, en þá renndu gestir í hlað og sest var í sólina með þeim og tveimur tímum síðar og einum bjór, þá náttúrlega nennir maður ekki að hlaupa.  Fór þó í dag 24 km hlaup og var það bara nokkuð afrek, því veðrið var klikkað blanka logn, heiðskýrt og 24 stiga hiti.  Enda hafði móðir mín nokkrar áhyggjur af mér og sagði ég hlyti að vera klikkaður að fara af stað.  En þetta var dásamlegt hlaup, því sveitin er náttúrlega undir fögur og því æðislegt að hlaupa í þessu umhverfi.  Hitti ekki eina flugu á leiðinni, því í svona veðri láta þær lítið á sér kræla - það er of heitt.

Sé að næsta sumar verður alvöru sumar hvað hlaup varðar, því nú liggur fyrir að 2 kassar af bjór eru í veði og maður hefur nú lagt talsvert á sig, fyrir minni verðlaun að það.

Kælt sig í Mývatni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband