Ekki sérlega hlaupinn...

Þetta er helst í fréttum.  Á föstudaginn var fór ég niður á Húsavík til taka þátt í og upplifa "Sænska mærudaga á Húsavík".  Veðrið var klikkað (ég veit að fólk er farið að smá leið á þessu, heldur að ég ljúgi bara hiklaust þessu masi um veðrið, en það geri ég auðvitað ekki, enda með heiðarlegri mönnum) og bærinn aldeilis flottur.  Um kvöldið tók ég þátt í endurkomu Völsungsliðsins 1986 þar sem skipt var í "ungir" - "gamlir" og háður kappleikur á 7 mannavelli.  Ég var með "ungum" og okkur tókst hið ómögulega að tapa fyrir "gömlum", þó þeir væru vart hlaupafærir margir hverjir.  "Ungir" gera ráð fyrir hefndum eftir 20 ár, enda munu "gamlir" þá vera margir komnir vel á sjötugsaldurinn.  Klikki það, hætti ég í boltanum.  Yfir 400 manns mættu á völlinn til að berja þessar gömlu hetjur augum og höfðu margir á orði að þetta hafi verið með skemmtilegri leikjum sem fram hafa farið á Húsavík síðustu árin.  Laugardagurinn rann upp með sama blíðskaparveðrinu og var notaður til að njóta tívolís um daginn og góðs félagsskapar um kvöldið.  Mætti aftur í sveitina góðu á sunnudaginn og var þá orðið heldur þungbúið og ljóst að veðurskipti voru í gangi.  Hljóp í gær skemmtilegan 13 km hring í mígandi rigningu, enda kom ég drullugur uppfyrir haus í hús aftur.  Gamla góða Grjótagjáin gaf aftur il í kroppinn, enda um 44 gráður.  Nennti ekki hlaupi í dag, þó heldur hafi birt yfir þegar liðið hefur á daginn.  Markmiðið er að taka 20 km plús á morgun, enda gerir veðurspáin ráð fyrir bongóblíðu hér næstu daga.

Sé að félagi Börkur hefur staðið sig eins og hetja í Jökulsárhlaupinu og ljóst að enn og aftur hafa aðstandendur þess hlaups staðið sig með mikilli prýði.  Kanski að við á suðvesturhorninu getum lært sitthvað af Keldhverfungum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það varð einhver að halda hraðanum uppi fyrst að þú varst bara í einhverju tuðrusparki á miðju hlaupaseasoni.....þú verður að mæta að ári, legg annan bjórkassa undir þar!

Börkur (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband