rjátl..

Þetta er helst í fréttum.  Hlaup hafa aukist núna hægt og rólega síðustu vikur, tók 30 km fyrir 2 vikum, 43 km í síðustu viku og stefndi á 50 km í þessari en næ væntanlega ekki nema 45 km.  Fór á Esjuna á þriðjudaginn og hljóp nokkurn hluta hennar og afleiðingarnar láta ekki að sér hæða, ég er með strengi from hell.  Strengirnir voru ekki að fullu komnir fram á miðvikudaginn, svo ég náði æfingunni þá en gærdagurinn og dagurinn í dag virðast ætla að líkjast eftirmálum maraþons.  Kílóin eru heldur farin að rjátla af manni og sýndi vigtin um síðustu helgi 85 kg (vigtun fer ætíð fram að loknu hlaupi og helst hálftíma potti líka).  Það verður fróðlegt að stíga á vigtina á morgun.

Ég sagði að ég mundi dæma þessa blessuðu ríkisstjórn okkar af verkunum.  Fyrsta verkið var ekki gott, en það var að nýta sér „heimild" til að útiloka, t.d. Rúmena frá frjálsri för til vinnu á Íslandi.  Þeir mega koma hingað sem ófrjálsir menn sem leiguþý, en sem sagt ekki ráða sér sjálfir.  Var þetta ekki einmitt það sem „Frjálslyndir" voru að predika og þótti ekki voða fínt fyrir nokkrum vikum síðan, jafnvel ef þeir voru ekki kallaðir rasistar fyrir vikið.  Fyrir þetta fær ríkisstjórnin stóran mínus hjá mér og þarf að gera margt óvenjugott til að komast í plús aftur.  Það er ekki nóg að gera eitthvað sem mér finnst sjálfsagt að þeir geri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband