26.7.2006 | 23:02
Mývatnssveitin er æði...
Frábær dagur í dag. Mývatnssveit tók á móti manni með bravúr og 20 gráður stóðu á mælum allan daginn. Ekki var nú heiðskýrt, en ekki langt frá og því sit ég hér ansi heitur á skallanum. Við Ástríður þrömmuðum á Hverfjall um hádegisbil og síðan fórum við og skoðuðum Arnarbæli (örugglega 30 ár síðan ég kíkti á það síðast). Arnarbæli er flottasti gerfigígurinn í Mývatni sem fáir fara samt og skoða, hár gígur en gatið frekar lítið, en 20 metrar niður í gríðarlegt gímalt.
Tók hlaup seinnipartinn og fyrir fólk sem tjaldar í Vogum, þá get ég upplýst það um að það er akkúrat 12 km hringur að fara suður þjóðveg 1, að skiltinu upp að Hverfjalli, meðfram því að stígnum upp, hringurinn á Hverfjalli og sama leið til baka. Kláraði hlaupið á 60 mínútum. Létt grillaður á eftir.
Athugasemdir
Flott Halli, við tókum brekkusprettina af krafti í Grafarholtinu í gær svona rétt til að sýna golfurunum hvernig á að hreyfa sig og tókum vel á því. Kveðja úr rigningunni :-( í blíðuna á Húsavíkinni :-) Erla
Erla (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.