24.7.2006 | 23:24
bað og blíða..
Ekki hlaupið eitt skref um helgina, enda hefur þetta blessað bak mitt ekki alveg verið að gera sig. Jú jú, ég viðurkenni það líka alveg að Bakkus frændi kom í heimsókn, en það réði engum úrslitum. Því til sönnunar rölti ég með Ástríði minni (4 og 1/2 árs) í Reykjadal og fengum við okkar bað þar í gær. Alltaf jafn magnað að fá sér bað í ósnortinni náttúru landsins.
Mikið skárri í bakinu í dag og því mætti ég á æfingu seinnipartinn. Enda fór það svo að eftir korters hlaup fann ég ekkert fyrir því lengur og gat gefið í og fylgt fremstu mönnum. Veðrið var draumur ca. 16 gráður og logn. Ég var Garm-laus, því eins og stundum gerist þá var Garmurinn straumlaus þegar leggja átti í´ann (ömurlegt), en ætla að hringurinn hafi verið um 11 km. Að hlaupi loknu gat ég síðan teygt almennilega á bakinu og geri því ráð fyrir að það verði mér ekki til frekari vandræða á næstunni.
Norðurferð á morgun í fallegustu sveit landsins, sem eins og allir vita er Mývatnssveit. Markmiðið er reyna að vera duglegur þar við hlaupaaktívitet og kanski að formið færist þá eitthvað til betri vegar.
Athugasemdir
Á að mæta í Jökulsárhlaupið ?
Börkur (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 13:31
Lendi líka oft í þessu með straumlausan Garm, fátt meira pirrandi en að sjá textann "0 hours of battery left"!
Agga (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 13:38
Nei ég mæti ekki i í Jökulsárhlaupið. Rejúnion hjá okkur Völsungum sem komumst upp í 1. deild 1986 og spiluðum þar 1987-8. Gangi ykkur öllum vel.. og kíkið við á Húsavík um helgina.. haugur um að vera.
Haraldur Haraldsson, 26.7.2006 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.