20.7.2006 | 23:08
Bara blíða..
Eðal æfing í blíðunni í kvöld. Ekki mjög margir mættir, enda fólk tvístrað í sumarfríum út um allt, en þeir sem mættu fóru í Mosfellsbæinn á tartanbrautina þar. Upphitun 3,5 km síðan braut þar sem tekinn var píramýdaæfing. Þetta eru æfingar sem skila einhverju og hafa vantað hjá mér síðan í mars. Slæmu fréttir dagsins eru að ég fékk síðan í bakið í endurteknum upphitunarhringum þegar við vorum hálfnuð, en eigum við ekki að segja að ibufen og voltaren rapid muni redda þessu.
Þar sem Börkur varð á undan mér að skúbba því á veraldarvefinn, og ekkert nema gott um það segja, þá er best að maður geti þess líka, en ég ögraði honum með að leggja kassa af bjór undir vegna Laugavegs 2007, sem hann að sjálfsögðu samþykkti. Svo það verður hugað vel að undirbúningi vegna Laugavegs 2007 og sá sem ætlar að vinna verður að vera tilbúinn að fara á undir 5:40. Laugavegur 2006 - Börkur 6:01, Halli 6:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.