29.5.2007 | 12:40
farinn..
Skellti mér í hlaupaskóna þegar ég kom frá Færeyjum í gær, þar sem ég hef verið undanfarna viku að vinna. 10,4 km lágu, á kannski ekki world record time, en það var nú ekki málið, heldur bara að taka létt skokk. Nú er verkefnið hafið að takast á við Berlínarmaraþonið 30. september, helst þurfa liggja einir 1.200 km og 7 - 8 kg á bak og burt, gangi það eftir eru allir möguleikar opnir. Þar sem ennþá eru 4 mánuðir til stefnu er um að gera að ana ekki um of.. auðvitað þarf ég ana pínulítið um of, bara ekki of mikið um of.. og þá fer þetta vel.
Athugasemdir
Þetta líst mér vel á, bjórkassi í boði ef 3:04:59 eða minna sést á markklukkunni þegar þú dettur yfir línuna.
Börkur (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 18:40
Þetta er göfugmannlega mælt Börkur, enda ljóst að þú verður allavega 1 upp á þeim tímapunkti. Allt sem hvetur til dáða er af hinu góða.
Halli.
Haraldur Haraldsson, 2.6.2007 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.