12.7.2006 | 23:27
þá er það Laugavegurinn..
Eftir velheppnaða æfingu í Heiðmörk í gær, þrátt fyrir að Agga sendi mig upp á fjall, þá vatt ég mér inn á ÍSÍ í dag og skráði mig í Laugavegshlaupið. Ég tók síðan aðra æfingu seinnipartinn af þónokkrum krafti, þannig að sluggs síðustu tveggjavikna er unnið upp eða þannig.
Keypti mér corbo hjá Daníel og einhver ný gel sem verður fróðlegt að prufa á leiðinni, ekkert að vera opna eitt svona áður. Síðan hitti ég þarna einstakt ljúfmenni sem var að kaupa síðustu calcium/magnisium eitthvað dósina, en bauðst til að láta mig hafa 20 hylki. Ég veit síðan ekkert hvernig á taka þetta, á ég að vera búinn að taka þetta fyrir laugardag, á ég að taka þetta á hálftíma fresti á laugardaginn eða bara öll hylkin þegar ég kem í mark og renna þeim niður með Víking. Verð að spyrja Öggu, það væri það minnsta sem hún gæti gert fyrir mig að fræða mig um þetta, eftir að hafa sent mig upp á fjall í gær.
Athugasemdir
Úpsí dúpsí! Gleymdi að segja þér að beygja út af veginum inn á stíginn. Þá hefðu sko leiðbeiningarnar "framhjá tveimur, niður þriðja" virkað flott :) En magnesíumið ... þori ekki að segja neitt nema ekki geyma þær allar þar til þú ert kominn í mark!
agga (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 11:23
Já, þetta er svokallaðir magnesíum stílar. Í hlaupinu skaltu á hálftímafresti hlaupa afsíðis, girða niður um þig og smella einum inn. Sel þessar leiðbeiningar þó ekki dýrara en ég keypti þær ;)
Börkur (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.